Faðmlög á eigin ábyrgð heimil

Kórónuveiran Covid-19 | 17. maí 2021

Faðmlög á eigin ábyrgð heimil

Sóttvarnareglur hafa verið rýmkaðar í stórum hluta Bretlands og á Englandi má fólk nú faðmast að nýju. Fólk er hvatt til þess að fara í skimun tvisvar í viku og drífa sig í bólusetningu berist boð um slíkt. 

Faðmlög á eigin ábyrgð heimil

Kórónuveiran Covid-19 | 17. maí 2021

Englendingar, íbúar Wales og flestir Skotar geta nú skroppið á …
Englendingar, íbúar Wales og flestir Skotar geta nú skroppið á krána og setið inni. AFP

Sóttvarnareglur hafa verið rýmkaðar í stórum hluta Bretlands og á Englandi má fólk nú faðmast að nýju. Fólk er hvatt til þess að fara í skimun tvisvar í viku og drífa sig í bólusetningu berist boð um slíkt. 

Sóttvarnareglur hafa verið rýmkaðar í stórum hluta Bretlands og á Englandi má fólk nú faðmast að nýju. Fólk er hvatt til þess að fara í skimun tvisvar í viku og drífa sig í bólusetningu berist boð um slíkt. 

Milljónir íbúa Englands, Wales og hluta Skotlands geta nú skroppið á krána og setið inni á veitingastöðum en takmörkunum hefur verið aflétt að hluta. Forsætisráðherra Bretlands, Boris Johnson, minnir þjóð sína á að það sé hennar hlutverk að fara varlega.

Johnson segir að allir verði að taka þátt í baráttunni við Covid-19 meðal annars með því að fara í skimun tvisvar í viku og mæta í bólusetningu þegar fólk er boðað. Eins minnir hann á hendur, andlit og ferskt loft og vísar þar til handþvottar og grímunotkunar. Íbúar á þessum svæðum mega ferðast til útlanda en ekki er verið að aflétta neinum sóttvarnareglum á Norður-Írlandi í dag. Þar verða reglur endurskoðaðar 20. maí og vonir standa til að hægt verði að aflétta þar 24. maí. 

Að sögn Johnson er afbrigði kórónuveirunnar sem fyrst greindist á Indlandi, B.1.617, það afbrigði sem er ráðandi í Bretlandi um þessar mundir en það er talið meira smitandi en önnur afbrigði Covid-19. 

Hann fagnar því hversu vel gengur að bólusetja en á von á því að nýjum smitum eigi eftir að fjölga á næstu vikum samfara því að hömlum er aflétt. Stóra málið sé að vonandi hefur verið komið í veg fyrir mikla útbreiðslu alvarlegra veikinda og innlagna á sjúkrahús með þeim miklu bólusetningum sem Bretar hafa staðið fyrir undanfarna mánuði segir Johnson í viðtali við BBC.

Hver sem er á Englandi og Skotlandi getur pantað sýnatöku og um er að ræða hraðskimun, það er niðurstaðan liggur fyrir á hálftíma. Ekki er sett skilyrði um einkenni og skimunin er ókeypis. Í Wales og Norður-Írlandi eru slíkar skimanir í boði fyrir þá sem geta til að mynda ekki unnið heima. 

Íbúar Englands, Wales og Skotlands mega nú ferðast til útlanda.
Íbúar Englands, Wales og Skotlands mega nú ferðast til útlanda. AFP

BBC fer yfir breyttar reglur á vef sínum en í Englandi mega meðal annars sex koma saman innandyra, eða frá tveimur heimilum. Utandyra mega allt að 20 koma saman. Jafnframt er heimilt að gista annars staðar en heima hjá sér. Krár, barir og veitingastaðir mega nú taka á móti gestum innandyra. Eins má opna söfn, kvikmyndahús, leiksvæði barna, leikhús, tónleikasali og íþróttasali. Eins hótel. Fólki er í sjálfsvald sett hvort það faðmar fólk af öðrum heimilum. 

Í Skotlandi, fyrir utan Glasgow og Moray þar sem smitum hefur fjölgað þar að nýju, mega sex koma saman eða fólk frá þremur heimilum innandyra. Utandyra mega allt að átta koma saman og það frá jafn mörgum heimilum. Krár og veitingastaðir mega bjóða upp á áfengi innandyra til klukkan 22:30. Afþreying innandyra eins og kvikmyndahús, leikhús og bingó er heimil að nýju. Allt að 100 mega koma saman á slíkum viðburðum. 

Í Wales mega krár og veitingastaðir taka á móti gestum innandyra og allt að sex einstaklingar frá jafnmörgum heimilum mega koma saman. Gististaðir mega opna að nýju og eins er ýmiss konar afþreying innandyra heimil. Svo sem kvikmyndahús, keilusalir, söfn, gallerí og leikhús. 

mbl.is