Forsætisráðherra Indlands gagnrýndur harðlega

Kórónuveiran COVID-19 | 17. maí 2021

Forsætisráðherra Indlands gagnrýndur harðlega

Ríkisstjórn Indlands sætir nú harðri gagnrýni fyrir viðbrögð við nýrri bylgju Covid-smita þar í landi. Bylgjan gæti haft neikvæð áhrif á vinsældir forsætisráðherra Indlands, Narenda Modi, sem naut um 80% stuðnings fyrr á þessu ári.

Forsætisráðherra Indlands gagnrýndur harðlega

Kórónuveiran COVID-19 | 17. maí 2021

Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands.
Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. AFP

Ríkisstjórn Indlands sætir nú harðri gagnrýni fyrir viðbrögð við nýrri bylgju Covid-smita þar í landi. Bylgjan gæti haft neikvæð áhrif á vinsældir forsætisráðherra Indlands, Narenda Modi, sem naut um 80% stuðnings fyrr á þessu ári.

25 milljón Covid-smit hafa nú greinst á Indlandi en ekkert land hefur tilkynnt um jafn mörg smit að frátöldum Bandaríkjunum. Eftir að bylgan reis sem hæst nú í apríl og maí hafa Indverskir borgarar kvartað yfir því að Modi og ríkisstjórn hans hafi dregið sig í hlé og firrt sig ábyrgð. Í lok fyrstu bylgju faraldursins hafði fólk verið kvatt til hátíðarhalda til að fagna endalokum faraldursins en einnig blásið til ríkjakosninga þar sem NDA, fylking Modi, vann stórsigur.

Í viðtali við The Guardian segir sérfræðingur þó nokkur veigamikil ríki hafa snúið bakinu við NDA í kosningunum sem gæti gefið fyrirheit um stórfelldar breytingar í ríkjakosnum næsta árs. Fólk sé ósátt með aðgerðarleysi Modis og hvarf hans úr kastljósinu eftir að hin nýja bylgjan hófst. Sumir hafa gengið svo langt að tilkynna um hvarf Modis og ráðherra hans til lögreglunnar í mótmælaskyni.

Indverski þjóðarráðsflokkurinn, aðal stjórnarandstöðuflokkur Indlands, er þó bæði klofinn og nýtur auk þess lítilla vinsælda. Því þykir afar ólíklegt að Modi og NDA missi tökin á Indlandi til þeirra í bráð.

Dreifing bóluefna hefur gengið hægt á Indlandi.
Dreifing bóluefna hefur gengið hægt á Indlandi. AFP
mbl.is