Ætti að vera óhætt að líta til afléttingaáætlunar

Kórónuveiran Covid-19 | 18. maí 2021

Ætti að vera óhætt að líta til afléttingaáætlunar

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fyrir sér að mögulegt verði að hafa afléttingaáætlun stjórnvalda til hliðsjónar þegar kemur að afléttingum aðgerða í næstu viku. Í afléttingaáætluninni er gert ráð fyrir því að samkomutakmörk verði einhvers staðar á bilinu 100 til 1.000 manns í síðari hluta maímánaðar og nálægðartakmörk minnkuð í einn metra.

Ætti að vera óhætt að líta til afléttingaáætlunar

Kórónuveiran Covid-19 | 18. maí 2021

„Ég held að það sé mjög erfitt að vera með …
„Ég held að það sé mjög erfitt að vera með einhverjar sérreglur og sér umbun fyrir þá sem hafa verið bólusettir eða sýkst,“ segir Þórólfur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fyrir sér að mögulegt verði að hafa afléttingaáætlun stjórnvalda til hliðsjónar þegar kemur að afléttingum aðgerða í næstu viku. Í afléttingaáætluninni er gert ráð fyrir því að samkomutakmörk verði einhvers staðar á bilinu 100 til 1.000 manns í síðari hluta maímánaðar og nálægðartakmörk minnkuð í einn metra.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir sér fyrir sér að mögulegt verði að hafa afléttingaáætlun stjórnvalda til hliðsjónar þegar kemur að afléttingum aðgerða í næstu viku. Í afléttingaáætluninni er gert ráð fyrir því að samkomutakmörk verði einhvers staðar á bilinu 100 til 1.000 manns í síðari hluta maímánaðar og nálægðartakmörk minnkuð í einn metra.

Núverandi aðgerðir, sem fela m.a. í sér 50 manna samkomutakmörk, falla úr gildi miðvikudaginn 26. maí. Enginn greindist smitaður af kórónuveirunni innanlands í gær og segir Þórólfur það ánægjulegt. Spurður hvort tilefni sé til þess að slaka fyrr á aðgerðum en 26. maí segir Þórólfur:

„Þetta þarf allt sinn undirbúning þannig að við erum ekkert að hlaupa til en þetta lítur bara vel út.“

Sérðu fyrir þér að tilslakanir í næstu viku verði í takt við afléttingaáætlun stjórnvalda?

„Ég held að það ætti alveg að vera óhætt að hafa hana til hliðsjónar. Í þessari afléttingaáætlun stjórnvalda eru líka mjög víð mörk þannig að ég vonast til þess að það geti alveg haldist í hendur.“

Í afléttingaáætlun stjórnvalda kemur fram að gert sé ráð fyrir að í síðari hluta maí verði 50% landsmanna bólusettir og bólusetning einstaklinga með undirliggjandi sjúkdóma komin vel á veg. Það er staðan í dag, enda hefur um helmingur þeirra 280.000 sem á að bólusetja fengið í það minnsta einn skammt og bólusetning fólks með undirliggjandi sjúkdóma gengur vel. 

Að þessum skilyrðum uppfylltum gerir áætlunin ráð fyrir því að fjöldatakmarkanir verði einhversstaðar á bilinu 100 til 1.000 manns og samhliða verði nálægðarmörk minnkuð úr tveimur metrum í einn. 

Sérreglur fyrir bólusett fólk ekki til skoðunar

Aðspurður segir Þórólfur ekki til skoðunar að koma á sérreglum fyrir þau sem hafa verið bólusett eða sýkst af Covid-19. 

„Ég held að það sé mjög erfitt að vera með einhverjar sérreglur og sér umbun fyrir þá sem hafa verið bólusettir eða sýkst,“ segir Þórólfur. 

Sums staðar í Bandaríkjunum hefur verið slakað á reglum um grímunotkun fyrir þá sem hafa verið bólusettir gegn Covid-19 eða sýkst áður. Um grímunotkun hérlendis segir Þórólfur:

„Mér sýnist grímunotkunin hér vera meiri en sú skylda sem við höfum sett fram í reglugerð þannig að menn eru greinilega að nota grímurnar meira en við höfum mælst til. Þannig að það er greinileg að það er fólk sem finnst þægilegra að vera með grímur. Svo er öðrum sem finnst það ekki, eins og gengur.“

mbl.is