Þingmenn fordæma aðgerðir Ísraels

Ísrael/Palestína | 18. maí 2021

Þingmenn fordæma aðgerðir Ísraels

Vegna aukinnar hörku í árásum ísraelskra stjórnvalda gegn palestínskum borgurum hafa fjórtán þingmenn lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofbeldisaðgerðir Ísraelshers gegn palestínsku þjóðinni. Í síðastliðinni viku hafa um 200 palestínskir borgarar látið lífið vegna loftárása Ísraelska-ríkisins, þar af er helmingurinn konur og börn. Árásirnar eru fylgifiskur aukinnar spennu á landtökusvæðum vegna brottflutnings palestínskra íbúa þaðan.

Þingmenn fordæma aðgerðir Ísraels

Ísrael/Palestína | 18. maí 2021

Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata er meðal þeirra þingmanna sem lagt …
Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata er meðal þeirra þingmanna sem lagt hafa fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofbeldisaðgerðir Ísraelshers gegn palestínsku þjóðinni. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vegna aukinnar hörku í árásum ísraelskra stjórnvalda gegn palestínskum borgurum hafa fjórtán þingmenn lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofbeldisaðgerðir Ísraelshers gegn palestínsku þjóðinni. Í síðastliðinni viku hafa um 200 palestínskir borgarar látið lífið vegna loftárása Ísraelska-ríkisins, þar af er helmingurinn konur og börn. Árásirnar eru fylgifiskur aukinnar spennu á landtökusvæðum vegna brottflutnings palestínskra íbúa þaðan.

Vegna aukinnar hörku í árásum ísraelskra stjórnvalda gegn palestínskum borgurum hafa fjórtán þingmenn lagt fram þingsályktunartillögu um að Alþingi fordæmi ofbeldisaðgerðir Ísraelshers gegn palestínsku þjóðinni. Í síðastliðinni viku hafa um 200 palestínskir borgarar látið lífið vegna loftárása Ísraelska-ríkisins, þar af er helmingurinn konur og börn. Árásirnar eru fylgifiskur aukinnar spennu á landtökusvæðum vegna brottflutnings palestínskra íbúa þaðan.

Í skýrslu Mannréttindavaktarinnar (e. Human Rights Watch) frá 27. apríl er framgöngu Ísraels gagnvart íbúum Palestínu lýst sem ofsóknum og aðskilnaðarstefnu (e.apartheid). Árásir á almenna palestínska borgara feli í sér víðtæk mannréttindabrot og stríða gegn öllum þeim almennu mannréttindasamningum sem stjórnvöldum nútímans ber að starfa eftir.

Þingsályktunin gefur Alþingi, sem viðurkenndi sjálfstæði Palestínu fyrst vestrænna þinga árið 2011, færi á að fordæma aðgerðir ísraelsks herliðs gegn palestínsku þjóðinni. Verði tillagan samþykkt mun Alþingi jafnframt skora á stjórnvöld í Ísrael að hætta þegar í stað hvers konar beitingu hervalds í samskiptum við Palestínu og flytja herlið sitt og landtökufólk brott af hernumdum svæðum Palestínu. Eins myndi Alþingi hvetja ríki heims til að taka undir þessa fordæmingu, að standa með mannréttindum og að beita sér fyrir frjálsri Palestínu.

Halldóra Mogensen, þingflokksformaður Pírata, er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögunnar en auk Halldóru setja eftirfarandi þingmenn nafn sitt við þingsályktunina; Andrés Ingi Jónsson, Ari Trausti Guðmundsson, Björn Leví Gunnarsson, Guðmundur Andri Thorsson, Helgi Hrafn Gunnarsson, Hjálmar Bogi Hafliðason, Jón Steindór Valdimarsson, Jón Þór Ólafsson, Líneik Anna Sævarsdóttir, Olga Margrét Cilia, Ólafur Þór Gunnarsson, Smári McCarthy og Steinunn Þóra Árnadóttir.

mbl.is