Aukið fé í sumarstörf ungs fólks

Kórónukreppan | 21. maí 2021

Aukið fé í sumarstörf ungs fólks

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær áætlun um eftirfylgni og áframhaldandi aðgerðir vegna Covid-19. Áætlunin tekur til áframhaldandi stuðnings við íbúa og atvinnulíf í Hafnarfirði og þess að styrkja grunnstoðir bæjarins þar til efnahagslífið hefur náð fyrri styrk. 

Aukið fé í sumarstörf ungs fólks

Kórónukreppan | 21. maí 2021

Hafnarfjörður í maí 2021.
Hafnarfjörður í maí 2021. Ljósmynd/Aðsend

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær áætlun um eftirfylgni og áframhaldandi aðgerðir vegna Covid-19. Áætlunin tekur til áframhaldandi stuðnings við íbúa og atvinnulíf í Hafnarfirði og þess að styrkja grunnstoðir bæjarins þar til efnahagslífið hefur náð fyrri styrk. 

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær áætlun um eftirfylgni og áframhaldandi aðgerðir vegna Covid-19. Áætlunin tekur til áframhaldandi stuðnings við íbúa og atvinnulíf í Hafnarfirði og þess að styrkja grunnstoðir bæjarins þar til efnahagslífið hefur náð fyrri styrk. 

Þótt vísbendingar séu um hægfara endurreisn ferðaþjónustu hér á landi sér ekki fyrir endann á faraldrinum á heimsvísu og efnahagslegum afleiðingum. Tímabundnar stuðningsaðgerðir stjórnvalda hafa unnið á móti vaxandi atvinnuleysi hér á landi og vegið á móti tekjumissi. Enn eru krefjandi verkefni á vettvangi sveitarfélaga við að halda uppi fullri þjónustu og framkvæmdastigi, segir í fréttatilkynningu.

„Við höldum áfram að bregðast við neikvæðum áhrifum Covid-19 með því að fjölga sumarstörfum fyrir ungmenni í bænum í ljósi þess að umsóknir hafa aldrei verið fleiri en í ár. Einnig styðjum við áfram við atvinnulífið með því að auka við framkvæmdir í sveitarfélaginu. Nú í sumar leggjum við aukið fé í endurbætur, fegrun og frágang stíga og gatna í hverfum bæjarins. Með þessu höldum við áfram að taka virkan þátt í þeirri endurreisn sem fyrir höndum er. Traust fjárhagsstaða sveitarfélagsins, meðal annars vegna aukinnar lóðasölu og sölunnar á hlutnum í HS-Veitum gerir okkur þetta kleift,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar í fréttatilkynningu.

 Í framhaldi af fyrri aðgerðaáætlun leggur bæjarstjórn fram eftirfarandi áætlun:

  1. Tímabundin störf – aukið fjármagn verður lagt í tímabundin störf á vegum bæjarins. Boðið verður upp á fleiri störf í vinnuskóla, auk myndarlegrar þátttöku í atvinnuátaki stjórnvalda þar sem boðið er upp á sumarstörf fyrir námsmenn og tímabundin störf fyrir fólk í atvinnuleit. Samtals verða 250 milljónir króna lagðar í tímabundin störf á vegum Hafnarfjarðarbæjar.
  2. Framkvæmdaáætlun – áhersla á viðhaldsframkvæmdir og uppbyggingu innviða. Farið verður í fjölbreyttar framkvæmdir í bænum sem bjóða upp á ýmiss konar atvinnutækifæri. Dæmi um verkefni er endurnýjun gangstétta í eldri hverfum bæjarins, frágangur gatna og stíga í Skarðshlíð og Hellnahrauni, endurnýjun og viðhald á skólalóðum og endurnýjun stíga og rafmagns í Hellisgerði. Samtals verður 340 milljónum króna bætt við viðhalds- og innviðaframkvæmdir á vegum Hafnarfjarðarbæjar.
  3. Menning, listir og skapandi greinar – ákveðið hefur verið að bæjarhátíðin Bjartir dagar standi yfir í allt sumar og endurspegli allt það fjölbreytta menningarstarf sem á sér stað í Hafnarfirði. Í venjulegu ári stendur þessi fyrsta bæjarhátíð landsins yfir í fimm daga. Samtals verður bætt við 5 milljónum króna til sérstakra menningarviðburða í Hafnarfirði sumarið 2021.
mbl.is