Eldingahætta á gosstöðvum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. maí 2021

Eldingahætta á gosstöðvum

Gestir á gosstöðvunum í Geldingadal urðu undrandi í gær þegar hár þeirra reis þráðbeint upp í loft, mikil stöðurafmangsuppsöfnun í lofti sem eykur hættu á eldingum.

Eldingahætta á gosstöðvum

Eldvirkni á Reykjanesskaga | 21. maí 2021

Guðbjörg Þorsteinsdóttir tók myndina hægra megin af Ásbjörgu Morthens við …
Guðbjörg Þorsteinsdóttir tók myndina hægra megin af Ásbjörgu Morthens við gosstöðvarnar í gær. Samsett mynd

Gestir á gosstöðvunum í Geldingadal urðu undrandi í gær þegar hár þeirra reis þráðbeint upp í loft, mikil stöðurafmangsuppsöfnun í lofti sem eykur hættu á eldingum.

Gestir á gosstöðvunum í Geldingadal urðu undrandi í gær þegar hár þeirra reis þráðbeint upp í loft, mikil stöðurafmangsuppsöfnun í lofti sem eykur hættu á eldingum.

Elín Björk Jónsdóttir veðurfræðingur segir í samtali við mbl.is að slík spenna í andrúmsloftinu auki líkur á eldingum töluvert. Sé fólk efst uppi á tindi er það líklegasti leiðari eldinga, því eigi fólk að færa sig neðar eða beygja sig niður í slíkum aðstæðum. 

Elín Björk Jónasdóttir, hóp­stjóri veðurþjón­ustu Veður­stofu Íslands.
Elín Björk Jónasdóttir, hóp­stjóri veðurþjón­ustu Veður­stofu Íslands. Ljósmynd/Almannavarnir

Eldingar leita ávallt eftir stystu mögulegu leið til jarðar og því er mikilvægt að fara mjög varlega ef hár manns tekur að rísa. Hún telur þó ekki ástæðu til þess að loka gosstöðvum en mælist til þess að fólk fari afar varlega. Í aðstæðum sem þessum er ráðlegt að færa sig niður á láglendi eða krjúpa niður, jafnvel standa á öðrum fæti. Þó verður fólk að gæta þess að fara ekki niður í gasmengunina sem liggur einnig neðarlega við gosið.

Elín segir núning agna í skúraskýjunum valda þessu ástandi. Slíkur núningur gæti verið tilkominn vegna þeirra þurrka og lægðar sem verið hefur á svæðinu en gasmengunin hefur verið í ákveðinni hringrás við stöðvarnar þar sem hafgolan hefur þeytt henni til baka. Hiti hraunsins og kuldi andrúmsloftsins leiði einnig til ástands sem þessa.

Ekki bein afleiðing gossins sjálfs

Þetta sé því ekki bein afleiðing gossins sem slíks þótt aðstæður þess geti hafa spilað inn í.

Haukur Leifsson var á svæðinu og vakti athygli á málinu á Twitter. Í samtali við fréttamann sagði hann ástandið hafa verið stórfurðulegt; hár allra hefði staðið upp í loft þó svo að rignt hefði duglega.

Hann sagðist sjálfur hafa verið með húfu en hár konu hans og vinkonu hefði staðið þráðbeint upp í loft, björgunarsveitin hefði verið á svæðinu og fylgst vel með því sem fram fór. Ekki ýkja fjölmennt var á svæðinu vegna Eurovision en þó nokkrir erlendir ferðamenn voru við stöðvarnar.

Haukur sagðist hafa áttað sig á ástandinu og hann hefði líklega verið hræddari ef hann hefði verið standur á meginlandi Evrópu.

mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is