Risastórt Eurovision-partí á KEX hosteli

Eurovision | 21. maí 2021

Risastórt Eurovision-partí á KEX hosteli

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram á morgun, laugardag, og hefst útsendingin klukkan 19. Daði Freyr og Gagnamagnið komust upp úr undanúrslitum í gærkvöldi eftir sögulega frammistöðu

Risastórt Eurovision-partí á KEX hosteli

Eurovision | 21. maí 2021

Daði Freyr.
Daði Freyr. Eggert Jóhannesson

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram á morgun, laugardag, og hefst útsendingin klukkan 19. Daði Freyr og Gagnamagnið komust upp úr undanúrslitum í gærkvöldi eftir sögulega frammistöðu

Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram á morgun, laugardag, og hefst útsendingin klukkan 19. Daði Freyr og Gagnamagnið komust upp úr undanúrslitum í gærkvöldi eftir sögulega frammistöðu

Þess ber að geta að þau stigu ekki á svið í gær heldur var notast við upptöku, sökum smits í hópnum. Þau horfðu því á sig keppa eins og aðrir landsmenn í rafmagnaðri stemningu í gær.

Því er ljóst að mikið verður um eurovision-partí á morgun um allt land en til að mynda stendur FÁSES, Félag áhugafólks um söngvakeppni evrópska sjónvarpsstöðva, fyrir ýmsum viðburðum á KEX hosteli.

Eurovision-súmba klukkan tvö á morgun

„Við verðum með sannkallaða Eurovision-hátíð á morgun sem hefst á Eurovision-súmba klukkan tvö,“ segir Flosi Jón Ófeigsson, formaður FÁSES.

Flosi hefur mætt á keppnina síðan 2010 og fær því að upplifa íslensku Eurovision-stemninguna í fyrsta skipti í yfir áratug.

„Selma Björns og Eurobandið koma síðan og troða upp,“ segir hann og bætir við að þar á eftir verði „fræg kveðja“ en blaðamann grunar að um frægan Eurovision-fara sé að ræða.

Flosi Jón Ófeigs­son, formaður FÁSES.
Flosi Jón Ófeigs­son, formaður FÁSES. Eggert Jóhannesson

„Svo náttúrlega horfum við saman á keppnina,“ segir hann glaður í bragði og spenntur fyrir að sjá útsendinguna en viðurkennir þó að hann sakni Euro-fjölskyldunnar, en fjöldi hörðustu aðdáenda hvaðanæva úr heiminum mætir á sjálfa keppnina á ári hverju. Þetta árið er það þó aðeins Eurovision-hópurinn á vegum RÚV sem fær að vera í höllinni.

Ritstjórn FÁSES heldur þó uppi ýmsum fróðleiksmolum á vefsíðu sinni þrátt fyrir að vera ekki á fremstu áhorfendapöllum líkt og vanalega.

Klappaði, hoppaði og grét til skiptis

Spurður hvernig tilfinningin hafi verið að sjá Daða og Gagnamagnið á stóra sviðinu í Rotterdam í gær, eftir allt sem gengið hefur á, segir hann að hún hafi verið stórfengleg.

„Maður klappaði, hoppaði og grét bara til skiptis. Þetta var bara stund sem maður gleymir aldrei því maður finnur svo til með þessum krökkum, þau eiga allt svo fallegt og gott skilið eftir alla þessa vinnu og ég veit að við Íslendingar verðum dugleg að styðja við okkar fólk,“ segir hann og segist viss um að hlýir straumar landsmanna skili sér til Daða og Gagnamagnsins í Rotterdam.

Daði og gagnamagnið á góðri stundu í Rotterdam áður en …
Daði og gagnamagnið á góðri stundu í Rotterdam áður en smit kom upp í hópnum. Ljósmynd/Gísli Berg / RÚV

„Við vildum auðvitað óska þess að aðstæður væru öðruvísi svo við gætum fengið að sjá allan afrakstur vinnu Daða og Gagnamagnsins oftar í beinni útsendingu en við sjáum það að þau þurftu ekki nema nokkrar æfingar og þá voru þau bara búin að negla þetta,“ segir hann en notast var við upptöku af æfingu Daða og Gagnamagnsins í gær. Sama upptaka verður notuð við stóru stundina í úrslitunum á morgun.

Að lokum bendir hann á að í kvöld, föstudagskvöld, sé sérstakt upphitunarkvöld fyrir úrslitakvöldið á morgun.

„Það verður Eurovision-karaoke í kvöld á KEX klukkan átta, allt í samræmi við sóttvarnareglur,“ segir hann en sóttvarnahólf beggja viðburðanna eru þrjú talsins og skráning fer fram á vef FÁSES hér.

mbl.is