Tekjurnar nánast þurrkuðust út

Kórónukreppan | 21. maí 2021

Tekjurnar nánast þurrkuðust út

Tekjur af erlendum ferðamönnum á 1. ársfjórðungi 2021 námu 7,8 milljörðum króna samanborið við 64,6 milljarða á sama tímabili árið 2020. Tekjurnar drógust því saman um 56,8 milljarða á milli ára. 

Tekjurnar nánast þurrkuðust út

Kórónukreppan | 21. maí 2021

Tekjur af erlendum ferðamönnum á 1. ársfjórðungi 2021 námu 7,8 milljörðum króna samanborið við 64,6 milljarða á sama tímabili árið 2020. Tekjurnar drógust því saman um 56,8 milljarða á milli ára. 

Tekjur af erlendum ferðamönnum á 1. ársfjórðungi 2021 námu 7,8 milljörðum króna samanborið við 64,6 milljarða á sama tímabili árið 2020. Tekjurnar drógust því saman um 56,8 milljarða á milli ára. 

Á tólf mánaða tímabili frá apríl 2020 til mars 2021 voru tekjur af erlendum ferðamönnum 60,2 milljarðar króna samanborið við 441 milljarða á tólf mánaða tímabili ári fyrr.

Í apríl voru 8.700 brottfarir farþega frá Keflavíkurflugvelli í samanburði við 1.262 í apríl í fyrra.

Áætlaðar gistinætur á hótelum í apríl voru 34.700 sem er nærri þreföldun frá apríl 2020 þegar gistinætur voru um 9.200. Gistinætur Íslendinga voru 26.100 (+323%) og gistinætur erlendra gesta 8.600 (+186%).

mbl.is