Fangaverðir Epsteins játuðu misferli

Jeffrey Epstein | 22. maí 2021

Fangaverðir Epsteins játuðu misferli

Tveir fangaverðir, sem voru á vakt í fangelsinu þar sem Jeffery Epstein fyrirfór sér, játuðu fyrir dómara að hafa falsað starfsgögn um umrædda nótt. 

Fangaverðir Epsteins játuðu misferli

Jeffrey Epstein | 22. maí 2021

Ghislaine Maxwell og Jeffery Epstein. Maxwell er talin hafa verið …
Ghislaine Maxwell og Jeffery Epstein. Maxwell er talin hafa verið vitorðsmaður og jafnvel þátttakandi með Epstein í kynferðisbrotum hans. AFP

Tveir fangaverðir, sem voru á vakt í fangelsinu þar sem Jeffery Epstein fyrirfór sér, játuðu fyrir dómara að hafa falsað starfsgögn um umrædda nótt. 

Tveir fangaverðir, sem voru á vakt í fangelsinu þar sem Jeffery Epstein fyrirfór sér, játuðu fyrir dómara að hafa falsað starfsgögn um umrædda nótt. 

BBC greinir frá.

Alríkisákæruvaldið og fangaverðirnir komust að samkomulagi um að fangaverðirnir játuðu brot sín en losnuðu við að sitja af sér fangelsisdóm. 

Fangaverðirnir tveir, Tova Noel og Michael Thomas, fölsuðu eftir á gögn þess efnis að þau hefðu sinni eftirlitsskyldu sinni í fangaklefa Epsteins á hálftíma fresti. 

Þau hefðu verið að leggja sig og vafra um á netinu á meðan Epstein tókst að svipta sig lífi, í fangelsi á háu öryggisstigi.

Jeffery Epstein var dæmdur kynferðisafbrotamaður sem beið réttarhalda vegna kynferðisbrota, einkum gegn ungum konum og barnungum stúlkum. 

Noel og Thomas verða dæmd til að sinna 100 klukkustundum af samfélagsþjónustu undir eftirliti.

mbl.is