„Okkur fannst við þurfa á peppinu að halda“

Eurovision | 22. maí 2021

„Okkur fannst við þurfa á peppinu að halda“

Í tilefni úrslitakvölds Eurovision birti sönghópurinn Lyrika stórskemmtilega söngsyrpu þar sem þremur lögum Daða og Gagnamagnsins er skeytt saman í glæsilegum a cappella-stíl. Hópinn skipa þrjár vinkonur sem allar kynntust í kórastarfi.

„Okkur fannst við þurfa á peppinu að halda“

Eurovision | 22. maí 2021

Lyrika skeytir saman þremur lögum Daða og Gagnamagnsins; Is This …
Lyrika skeytir saman þremur lögum Daða og Gagnamagnsins; Is This Love?, Think About Things og 10 Years. Frá vinstri: Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir, Sigrún Ósk Jóhannsdóttir og Ester Auðunsdóttir. Skjáskot/Youtube

Í tilefni úrslitakvölds Eurovision birti sönghópurinn Lyrika stórskemmtilega söngsyrpu þar sem þremur lögum Daða og Gagnamagnsins er skeytt saman í glæsilegum a cappella-stíl. Hópinn skipa þrjár vinkonur sem allar kynntust í kórastarfi.

Í tilefni úrslitakvölds Eurovision birti sönghópurinn Lyrika stórskemmtilega söngsyrpu þar sem þremur lögum Daða og Gagnamagnsins er skeytt saman í glæsilegum a cappella-stíl. Hópinn skipa þrjár vinkonur sem allar kynntust í kórastarfi.

„Þetta var búið að vera lengi í bígerð,“ segir Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir í samtali við mbl.is, en auk hennar skipa Ester Auðunsdóttir og Sigrún Ósk Jóhannsdóttir sönghópinn.

„Nú eru komin þrjú lög sem samin voru fyrir Eurovision [með Daða og Gagnamagninu] og okkur fannst við þurfa á peppinu að halda. Svo við ákváðum að slá til.“

Guðrún spáir Íslandi góðu gengi í kvöld; hún telur það öruggt að Daði og Gagnamagnið muni lenda í einhverju af fimm efstu sætunum.

Eurovision-syrpu Lyriku, sem Sigrún Ósk útsetti, má sjá og heyra hér að neðan:

mbl.is