Egill og Tanja njóta lífsins hvort í sinni heimsálfunni

Áhrifavaldar | 26. maí 2021

Egill og Tanja njóta lífsins hvort í sinni heimsálfunni

Athafnaparið Egill Fannar Halldórsson og Tanja Ýr Ástþórsdóttir eru mikilir ferðalangar. Þau njóta nú lífsins hvort í sinni heimsálfunni. Tanja er stödd á Miami í Flórída í Bandaríkjunum en Egill er einn á ferðalagi um Portúgal. 

Egill og Tanja njóta lífsins hvort í sinni heimsálfunni

Áhrifavaldar | 26. maí 2021

Tanja Ýr Ástþórsdóttir og Egill Fannar Halldórsson njóta nú lífsins …
Tanja Ýr Ástþórsdóttir og Egill Fannar Halldórsson njóta nú lífsins hvort í sinni heimsálfunni. Samsett mynd

Athafnaparið Egill Fannar Halldórsson og Tanja Ýr Ástþórsdóttir eru mikilir ferðalangar. Þau njóta nú lífsins hvort í sinni heimsálfunni. Tanja er stödd á Miami í Flórída í Bandaríkjunum en Egill er einn á ferðalagi um Portúgal. 

Athafnaparið Egill Fannar Halldórsson og Tanja Ýr Ástþórsdóttir eru mikilir ferðalangar. Þau njóta nú lífsins hvort í sinni heimsálfunni. Tanja er stödd á Miami í Flórída í Bandaríkjunum en Egill er einn á ferðalagi um Portúgal. 

Parið hefur verið á faraldsfæti um nokkurt skeið en þau búa svo vel að geta unnið hvar sem er í heiminum. Þau byrjuðu árið á því að fljúga til Tyrklands þar sem þau dvöldu í nokkra mánuði. Þá flaug Tanja til Bandaríkjanna til vinkonu sinnar sem býr þar. 

Egill flaug aftur heim til Íslands og eyddi nokkrum vikum hér á landi. Fyrir stuttu skellti hann sér svo til Portúgals og er nú á rúntinum um portúgölsku sveitina á húsbíl. 

Tanja og Egill eru enn í sambandi þrátt fyrir að vera hvort í sínu landinu, en bæði hafa þau svarað spurningum um hjúskaparstöðu sína undanfarnar vikur.

mbl.is