Skilur eftir sig djúp sár á vinnumarkaði

Kórónukreppan | 28. maí 2021

Skilur eftir sig djúp sár á vinnumarkaði

Þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur reyndist minni en óttast var í fyrstu skilur kórónuveirukreppan eftir sig djúp sár á vinnumarkaði.

Skilur eftir sig djúp sár á vinnumarkaði

Kórónukreppan | 28. maí 2021

Mörg störf töpuðust í ferðaþjónustu í tengslum við Covid-19.
Mörg störf töpuðust í ferðaþjónustu í tengslum við Covid-19. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur reyndist minni en óttast var í fyrstu skilur kórónuveirukreppan eftir sig djúp sár á vinnumarkaði.

Þrátt fyrir að efnahagslegur samdráttur reyndist minni en óttast var í fyrstu skilur kórónuveirukreppan eftir sig djúp sár á vinnumarkaði.

Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþýðusambands Íslands (ASÍ) um íslenskan vinnumarkað. Þar er að finna ítarlega greiningu á áhrifum Covid-19-faraldursins á atvinnulíf og afkomu launafólks.

Hagstofan áætlar 6,6% samdrátt á síðasta ári en ekki er langt síðan spáaðilar töldu líklegt að samdrátturinn yrði nær 8%. Þar skipti sköpum sterk fjárhagsstaða heimila í aðdraganda kreppunnar. Heimilin gátu viðhaldið útgjöldum, meðal annars í gegnum aukna skuldsetningu, úttekt séreignarsparnaðar og úrræði á borð við frestun lánagreiðslna, segir í tilkynningu vegna skýrslunnar.  

Drífa Snædal, forseti ASÍ.
Drífa Snædal, forseti ASÍ. Ljósmynd/mbl.is

„Þótt efnahagsleg áhrif reyndust mildari en óttast var í fyrstu endurspeglar það ekki að fullu þær hamfarir sem riðu yfir vinnumarkaðinn. Fyrir liggur að þau störf sem töpuðust voru að stærstum hluta láglaunastörf. Þannig voru þeir sem misstu störf í kjölfar Covid-19 að jafnaði með um 26% lægri laun en aðrir fullvinnandi einstaklingar,“ segir þar einnig.

„Það er ólíkt því sem gerðist í fjármálahruninu 2008 þegar launasamdráttur var mestur í tekjuhærri atvinnugreinum. Tekjufall atvinnuleitenda var verulegt, eða að jafnaði um 37% á fyrstu mánuðum atvinnuleysis. Byrðar samdráttarins dreifðust þannig á smærri og viðkvæmari hópa en í öðrum íslenskum kreppum.“

mbl.is