Vill ekki fá hrós fyrir þyngdartap

Líkamsvirðing | 28. maí 2021

Vill ekki fá hrós fyrir þyngdartap

Demi Lovato biður nú aðdáendur sína að hætta að hrósa sér fyrir þyngdartap þar sem hrósið kveikir á gömlum átröskunarhugsunum hjá háni. 

Vill ekki fá hrós fyrir þyngdartap

Líkamsvirðing | 28. maí 2021

Demi Lovato vill ekki heyra hrós um þyngdartap né aukningu.
Demi Lovato vill ekki heyra hrós um þyngdartap né aukningu. Skjáskot/Instagram

Demi Lovato biður nú aðdáendur sína að hætta að hrósa sér fyrir þyngdartap þar sem hrósið kveikir á gömlum átröskunarhugsunum hjá háni. 

Demi Lovato biður nú aðdáendur sína að hætta að hrósa sér fyrir þyngdartap þar sem hrósið kveikir á gömlum átröskunarhugsunum hjá háni. 

„Ég veit ekki hver þarf að heyra þetta, en að hrósa einhverjum fyrir þyngdartap getur verið jafn skaðlegt og að hrósa einhverjum fyrir að bæta á sig ef þú ert að tala við manneskju sem hefur glímt við átröskun,“ skrifaði hán á Instagram á laugardag. 

Hán hefur sjálft glímt við átröskun í gegnum ævina. 

„Ef þú þekkir ekki hvaða samband manneskja hefur átt við mat, ekki gera athugasemdir um líkama hennar. Því jafnvel þótt þú ætlir að koma vel fram gæti sú hin sama manneskja vakað til tvö nóttina eftir að hugsa um það sem þú sagðir,“ skrifaði Lovato. 

Lovato kom út úr skápnum sem kynsegin í síðustu viku og notar nú fornafnið hán. Kynsegin fólk upplifir sig hvorki sem karl né konu.

Demi Lovato hefur sjálft glímt við átröskun.
Demi Lovato hefur sjálft glímt við átröskun. Skjáskot/Instagram
mbl.is