„Þungt að missa framfærslu“

Kórónukreppan | 1. júní 2021

„Þungt að missa framfærslu“

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist ósammála orðum atvinnurekenda um að illa gangi að ráða nýtt starfsfólk og að það sé vegna of hárra atvinnuleysisbóta. Það sé ekkert gamanmál að vera á atvinnuleysisbótum. 

„Þungt að missa framfærslu“

Kórónukreppan | 1. júní 2021

Bótaréttur yfir 350 manns hefur verið dreginn til baka síðustu …
Bótaréttur yfir 350 manns hefur verið dreginn til baka síðustu átta vikur. mbl.is/Ómar Óskarsson

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist ósammála orðum atvinnurekenda um að illa gangi að ráða nýtt starfsfólk og að það sé vegna of hárra atvinnuleysisbóta. Það sé ekkert gamanmál að vera á atvinnuleysisbótum. 

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist ósammála orðum atvinnurekenda um að illa gangi að ráða nýtt starfsfólk og að það sé vegna of hárra atvinnuleysisbóta. Það sé ekkert gamanmál að vera á atvinnuleysisbótum. 

Hún segir að svipað hátt hlutfalli fólks í atvinnuleit missi bótarétt sinn nú og tíðkast venjulega. Yfir 350 manns hafa verið sviptir atvinnuleysisbótarétti sínum síðustu átta vikur, eins og RÚV greindi frá í morgun.

„Nei, ég er bara ekki sammála þessu,“ segir Unnur innt eftir viðbrögðum við orðræðu atvinnurekenda. „Það er þungt að missa framfærslu,“ bætir hún við.

Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist ósammála atvinnurekendum sem segja að …
Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, segist ósammála atvinnurekendum sem segja að margir séu á atvinnuleysisbótum sér til gamans. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Kvarta undan því hve erfitt er að ráða nýtt fólk

Steingrímur Birgisson, forstjóri Hölds, stærstu bílaleigu landsins, sagði í samtali við Bítið á Bylgjunni í gær að „galið“ væri hve erfitt það væri að ráða inn nýtt starfsfólk. Að auki kallaði Steingrímur eftir því að eftirlit yrði hert með þeim sem þiggja atvinnuleysisbætur.

„Flest störf eru svo mikið betur borguð en það sem nemur bótum að það margborgar sig að taka þeim. Ég held að þetta sé ekki umræða sem er á góðri leið. Það sem þarf að halda til haga er það, að ef fólk er í atvinnuleit og vill ekki vera í þeirri leit og vill ekki taka þeim störfum sem bjóðast þá eru viðurlög við því. Og þeim er beitt,“ segir Unnur við mbl.is.

Hún bætir við að fæstum þyki það ánægjuleg lífsreynsla að þiggja bætur vegna atvinnuleysis hér á landi. Eftir langt atvinnuleysi sé oft erfitt að koma sér aftur á skrið.

„Sko 14 mánaða atvinnuleysi, sem er um það bil sá tími sem þessi faraldur hefur varað, það tekur bara á marga. Sumir þurfa bara svolitla aðstoð til að komast aftur af stað. Það geta mjög margar persónubundnar ástæður legið þarna að baki, sumar eru gildar og aðrar eru það ekki,“ segir hún. 

mbl.is