Árný og Daði vonandi laus úr einangrun á mánudag

Eurovision | 4. júní 2021

Árný og Daði vonandi laus úr einangrun á mánudag

Daði Freyr og Árný Fjóla úr Gagnamagninu losna að öllum líkindum úr einangrun á mánudaginn ef sýnataka sem Daði Freyr fer í þá reynist neikvæð. 

Árný og Daði vonandi laus úr einangrun á mánudag

Eurovision | 4. júní 2021

Daði Freyr og Árný Fjóla hafa verið í einangrun síðan …
Daði Freyr og Árný Fjóla hafa verið í einangrun síðan þau komu frá Rotterdam. Ljósmynd/Daði Freyr Pétursson

Daði Freyr og Árný Fjóla úr Gagnamagninu losna að öllum líkindum úr einangrun á mánudaginn ef sýnataka sem Daði Freyr fer í þá reynist neikvæð. 

Daði Freyr og Árný Fjóla úr Gagnamagninu losna að öllum líkindum úr einangrun á mánudaginn ef sýnataka sem Daði Freyr fer í þá reynist neikvæð. 

Árný Fjóla greindist með Covid-19 í lok maí þegar íslenski hópurinn kom frá Rotterdam úr Eurovision-ferðinni. Árný var sú þriðja úr ís­lenska hópn­um til að smit­ast af Covid.

„Þeim líður bara mjög vel,“ segir Rún­ar Freyr Gísla­son, fjöl­miðlafull­trúi ís­lenska Eurovision-hóps­ins, við mbl.is og bætir við að Árný hafi verið einkennalaus og finni ekkert fyrir veikindum. 

„Daði fer í sýnatöku á mánudaginn og nú bara vonum við að hann hafi ekki smitast svo þau þurfi ekki að vera aðrar tvær vikur í einangrun,“ segir Rúnar Freyr en í byrjun maí fór Eurovision-hóp­ur­inn í bólu­setn­ingu með bólu­efni Jans­sen.

Rúnar Freyr segist ekki geta svarað til um hvort parið ætli heim til sín til Þýskalands þegar þau losna úr einangrun en Árný og Daði eiga von á barni í lok ágúst.

mbl.is