Veittist að lögreglu á leið í sóttvarnahús

Kórónuveiran Covid-19 | 5. júní 2021

Veittist að lögreglu á leið í sóttvarnahús

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu við að flytja einstakling í sóttvarnahús. Sá veittist að lögreglu og þurfti hún að beita varnarúða til að yfirbuga hann. Í öðru tilviki voru tveir þjófar handteknir og kom í ljós að báðir áttu að vera í sóttkví. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu.

Veittist að lögreglu á leið í sóttvarnahús

Kórónuveiran Covid-19 | 5. júní 2021

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu við að flytja einstakling í sóttvarnahús. Sá veittist að lögreglu og þurfti hún að beita varnarúða til að yfirbuga hann. Í öðru tilviki voru tveir þjófar handteknir og kom í ljós að báðir áttu að vera í sóttkví. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu.

Á tíunda tímanum í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu við að flytja einstakling í sóttvarnahús. Sá veittist að lögreglu og þurfti hún að beita varnarúða til að yfirbuga hann. Í öðru tilviki voru tveir þjófar handteknir og kom í ljós að báðir áttu að vera í sóttkví. Þetta er meðal þess sem kemur fram í dagbók lögreglu.

Þar segir að í gærdag handtók lögregla tvo menn fyrir viðamikinn þjófnað úr verslunum í Kópavogi. Í kjölfarið kom í ljós að þeir höfðu komið til landsins daginn áður, á fimmtudag, og áttu því að vera í sóttkví. Þriðji maðurinn var svo handtekinn í tengslum við málið eftir húsleit í nótt.

Um klukkan 21.30 í gærkvöldi var óskað eftir aðstoð lögreglu í Hafnarfirði við að flytja mann í sóttvarnahús. Sá veittist að lögreglumönnum sem þurftu að nota varnarúða til þess að yfirbuga hann. Að því loknu var viðkomandi fluttur í sóttvarnarhús en lögreglumaður þurfti að fara á bráðamóttöku vegna minniháttar meiðsla sem hann hlaut í útkallinu.

mbl.is