Sólmyrkvi þegar Stjörnu-Sævar fær sprautu

Kórónuveiran Covid-19 | 7. júní 2021

Sólmyrkvi þegar Stjörnu-Sævar fær sprautu

Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur, gjarnan kallaður Stjörnu-Sævar, mun eiga erfitt um vik á fimmtudagsmorgun næstkomandi, þegar hann verður að ákveða hvort hann ætli að mæta í bólusetningu gegn kórónuveirunni eða hvort hann ætli að fylgjast með sólmyrkva, sem sjást mun frá Íslandi. 

Sólmyrkvi þegar Stjörnu-Sævar fær sprautu

Kórónuveiran Covid-19 | 7. júní 2021

Sævar Helgi Bragason, gjarnan kallaður Stjörnu-Sævar.
Sævar Helgi Bragason, gjarnan kallaður Stjörnu-Sævar. mbl.is/Golli

Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur, gjarnan kallaður Stjörnu-Sævar, mun eiga erfitt um vik á fimmtudagsmorgun næstkomandi, þegar hann verður að ákveða hvort hann ætli að mæta í bólusetningu gegn kórónuveirunni eða hvort hann ætli að fylgjast með sólmyrkva, sem sjást mun frá Íslandi. 

Sævar Helgi Bragason stjörnufræðingur, gjarnan kallaður Stjörnu-Sævar, mun eiga erfitt um vik á fimmtudagsmorgun næstkomandi, þegar hann verður að ákveða hvort hann ætli að mæta í bólusetningu gegn kórónuveirunni eða hvort hann ætli að fylgjast með sólmyrkva, sem sjást mun frá Íslandi. 

Myrkvinn hefst klukkan 9:06 á fimmtudagsmorgun, nær hámarki sínu klukkan 10:17 og lýkur svo klukkan 11:33, eins og segir á stjörnufræðivefnum.

Sævar er boðaður í bólusetningu klukkan 9:20. 

Hann segir þó við mbl.is að það sé auðséð hvað hann velji að gera. 

„Ég er nú viss um að ég velji skynsömu leiðina, skjótist í bólusetningu og fari svo út og fylgist með myrkvanum.“

Allar líkur á að myrkvinn sjáist ekki

Sævar útskýrir að um deildarmyrkva sé að ræða, það er að segja að tunglið gangi ekki að fullu fyrir sólina. Almyrkvi verður svo þegar tunglið gengur allt fyrir sólu, eins og mátti sjá hér á landi árið 2015. 

Sólmyrkvi í hámarki í Reykjavík föstudaginn 20. mars 2015
Sólmyrkvi í hámarki í Reykjavík föstudaginn 20. mars 2015 mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Ef að veður leyfir, þá geta þeir sem eru með varnarbúnað, annað hvort þar til gerð gleraugu eða þá logsuðugleraugu, séð tunglið bíta smá bút úr sólinni á fimmtudag, um það bil 70%.“

Samkvæmt spádeild Veðurstofu er líklegt að skýjað verði suðvestantil á landinu á fimmtudagsmorgun og að líklegast verði sem mest léttskýjað á norðaustanverðu landinu. Hins vegar verður lægðagangur úti fyrir landinu sem getur þeytt þeim spám út í veður og vind, en það er einmitt það sem Sævar vonar. 

„Ég vona bara að vísindin breyti spánni,“ segir hann og hlær. 

mbl.is