Auður tekur ekki þátt í Rómeó og Júlíu

MeT­oo - #Ég líka | 8. júní 2021

Auður tekur ekki þátt í Rómeó og Júlíu

Tónlistamaðurinn Auðunn Lúthersson, sem gengur undir listamannanafninu Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu Þjóðleikhússins á verkinu Rómeó og Júlíu. 

Auður tekur ekki þátt í Rómeó og Júlíu

MeT­oo - #Ég líka | 8. júní 2021

Þjóðleikhúsið.
Þjóðleikhúsið. Ljósmynd/Pétur H. Ármannsson

Tónlistamaðurinn Auðunn Lúthersson, sem gengur undir listamannanafninu Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu Þjóðleikhússins á verkinu Rómeó og Júlíu. 

Tónlistamaðurinn Auðunn Lúthersson, sem gengur undir listamannanafninu Auður, mun ekki taka þátt í uppsetningu Þjóðleikhússins á verkinu Rómeó og Júlíu. 

Þetta staðfestir Magnús Geir Þórðarson, þjóðleikhússtjóri, við mbl.is. Vísir greindi fyrst frá. 

Tilkynning barst frá tónlistarmanninum í gær eftir háværar umræður á samfélagsmiðlinum Twitter um að hann hafi ítrekar beitt ungar túlkur og konur kynferðislegu ofbeldi. Meðal ásakanna eru sögur af nauðgun og ferlissviptingu.  

„Auður sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem hann segir að hann dragi sig í hlé næstu mánuði og þar með liggur það fyrir að hann mun ekki taka þátt í Rómeó og Júlíu,“ segir Magnús Geir. 

Tónlistarmaðurinn Auður.
Tónlistarmaðurinn Auður. Forsíða plötu Auðs.

Hann segir þannig ákvörðunina hafa verið í höndum Auðs sjálfs. Aðspurður hvaða ferlar hafi verið komnir í gang hjá Þjóðleikhúsinu áður en ákvörðun Auðs lá fyrir segir Magnús Geir að stjórnendur hafi fylgst með gangi mála. 

„Við fylgdumst vel með umræðunni sem var í gangi og áttum í samtölum innan hópsins og við Auðunn. Niðurstaðan kom svo bara í gær þegar hann tilkynnti okkur og öðrum að hann myndi draga sig í hlé,“ sagði Magnús. 

Rómeó og Júlía er ekki fyrsta giggið Auður missir eða hættir við vegna málsins. Tónlistamaðurinn Bubbi tilkynnti þannig að Auður kæmi ekki fram á tónleikum sínum sem fram fara eftir einungis rúma viku, eða þann 16. júní á Twitter í gærkvöldi.

Þá hefur komið fram að UN Women hafi fjarlægt allt markaðsefni þar sem Auður kom fram. 

Aðspurður hvort að Auður hafi neitað fyrir ásakanir þegar var rætt við hann um málið hjá Þjóðleikhúsinu sagðist Magnús ekki tilbúinn að ræða samtöl innan hópsins efnislega.  

Auður vann tónlist verksins og til stóð að hann tæki einnig þátt í flutningi þess. „Sýningin er enn í þróun og nokkuð langt í frumsýningu,“ segir Magnús Geir. Auðunn var með verktakasamning við leikhúsið. 

mbl.is