Ekki mæta nema þú eigir boð

Bólusetningar við Covid-19 | 8. júní 2021

Ekki mæta nema þú eigir boð

Alls verða um 11 þúsund bólusettir með Pfizer-bóluefninu í Laugardalshöllinni í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að mikið sé um að fólk komi á staðinn sem hefur ekki verið boðað í Pfizer bólusetningu. Öllum sé vísað frá sem það reyni og biður hún fólk um að koma ekki nema það eigi að mæta. 

Ekki mæta nema þú eigir boð

Bólusetningar við Covid-19 | 8. júní 2021

mbl.is/Kristinn Magnússon

Alls verða um 11 þúsund bólusettir með Pfizer-bóluefninu í Laugardalshöllinni í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að mikið sé um að fólk komi á staðinn sem hefur ekki verið boðað í Pfizer bólusetningu. Öllum sé vísað frá sem það reyni og biður hún fólk um að koma ekki nema það eigi að mæta. 

Alls verða um 11 þúsund bólusettir með Pfizer-bóluefninu í Laugardalshöllinni í dag. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að mikið sé um að fólk komi á staðinn sem hefur ekki verið boðað í Pfizer bólusetningu. Öllum sé vísað frá sem það reyni og biður hún fólk um að koma ekki nema það eigi að mæta. 

„Þar sem það er Pfizer-dagur er töluvert mikið af fólki sem er að koma hingað í Laugardalshöllina sem vill fá að skipta og díla en það gengur ekki upp. Fólk verður að mæta í það bóluefni sem það er boðað í. Annars verður fólk bara að bíða. Við vísum öllum frá sem reyna að skipta. Hún segir að það sé rosaleg röð á upplýsingaborðinu en það þýðir ekki neitt. Ekki sé í boði að reyna að semja um annað bóluefni,“ segir Ragnheiður í samtali við mbl.is. 

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Árni Sæberg

Ef fólk kemst ekki í bólusetningu þegar það á að koma þá getur það komið næst þegar sama bóluefni er í boði. Að sögn Ragnheiðar hvetja þau fólk til að mæta þegar það er boðað til þess að allt skipulag riðlist ekki. Bóluefnin eru viðkvæm og til að mynda þarf að nota Pfizer innan sex tíma frá því bóluefnið er blandað. Að öðrum kosti eyðileggst það.

Á fimmtudag verður bólusett með Janssen-bóluefninu og er von á því til landsins á morgun, miðvikudag. Ragnheiður segir að þetta sýni vel þann knappa tíma sem starfsfólk við bólusetningar vinnur við en þessi vika og næstu vikur eru þéttsetnar í Laugardalshöllinni þar sem mjög mikill fjöldi íbúa á höfuðborgarsvæðinu 16 ára og eldri verður bólusettur. 

Töluvert er um að fólk hafi haft samband og hafnað bólusetningu með Janssen á fimmtudag en að sögn Ragnheiðar þýðir það einfaldlega að viðkomandi færist aftast í bólusetningarröðina. 

Ungmenni bólusett í þessari og næstu viku

Byrjað var að bólusetja ungmenni sem munu vinna með börnum í sumar en eitthvað mismunandi er hvort ungmennin hafi fengið boð í bólusetningu. 

Ragnheiður segir að verið sé að klára alla þá sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu höfðu látið heilsugæsluna vita af í þessari viku. Ungmenni eldri en 18 ára sem munu starfa með börnum í sumar og hafa ekki þegar fengið bólusetningu fá Janssen á fimmtudag en yngri ungmenni, fædd 2003-2005, sem enn hafa ekki fengið boð, verða væntanlega bólusett í næstu viku þar sem þau mega ekki fá annað bóluefni en Pfizer. 

Karlar fæddir  2003 og konur fæddar 2004 áttu að koma í bólusetningu í þessari viku fá boð í Pfizer í viku 24 (næstu viku) því þau geta ekki fengið Janssen vegna aldurs.

Býst við afföllum á fimmtudag

Að sögn Ragnheiðar hafa fleiri aldurshópar verið boðaðir í þessari viku en búist var við og þrír hópar sem áttu að fá bólusetningu í næstu viku hafa þegar verið boðaðir í bólusetningu á fimmtudag með Janssen.

Hún á alveg eins von á að fleiri hópar verði boðaðir á fimmtudag þar sem hennar tilfinning sé sú að það verði afföll á fimmtudag. „En ég vona samt ekki. Ef það verður munum við bjóða fleiri árgöngum að koma,“ segir Ragnheiður sem var ásamt vöskum hóp starfsmanna Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins að undirbúa og bólusetja í Laugardalshöllinni í morgun.

Í þessari viku er búið að skipuleggja þessar bólusetningar í Laugardalshöll: 

Þriðjudaginn 8. júní er Pfizer bólusetning. Þá er seinni bólusetning og haldið áfram með handahófs aldurshópa. SMS boð hefur verið sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00 til 15.00.

Búið er að boða karla 1978, 1979, 1993, 1992, 1983 og konur 1984, 1978, 1998, 1986. Þau sem tilheyra þessum hópum en hafa ekki fengið boð geta komið.

Miðvikudaginn 9. júní er AstraZeneca bólusetning. Þá er eingöngu seinni bólusetning. SMS boð verður sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00 til 14:00. 

Einnig mega þau koma sem sem fengu AstraZeneca fyrir 4 vikum eða meira ef nauðsynlegt er að flýta seinni skammti. Virkni eykst með lengri tíma milli skammta.

Fimmtudaginn 10. júní er Janssen bólusetning. Þá er haldið áfram með starfsmenn í skólum og árgangshópa. SMS boð hefur verið sent til þeirra sem býðst bólusetning þennan dag. Bólusett er 9:00-14.00.

Búið er að boða karla 1984, 1977, 1997, 1985, 1976 og konur 2000, 1981, 1980, 1988.

  • Bólusetning er í boði fyrir: þau sem fá boð um að mæta þessa daga.
  • Þau sem eru fædd 1975 eða fyrr.
  • Þau sem tilheyra árgangshóp sem búið er að draga út.
  • Þau sem hafa fengið boð sem þau hafa ekki nýtt sér. 

Aðrir sem fá boð í Janssen geta ekki valið annað bóluefni núna en seint í sumar verða bólusetningardagar þar sem það er hægt.

Allt AstraZeneca bóluefni sem berst er notað til að gefa seinni skammtinn. Þau sem fengu boð í fyrri skammt af AstraZeneca sem þau gátu ekki nýtt sér fá boð í annað efni. AstaZeneca verður notað aðra hverja viku í sumar. Konur yngri en 55 ára sem fengu fyrri sprautu af AstraZeneca geta valið um Pfizer eða AstraZeneca í seinni sprautu og fá boð í hvoru tveggja.

Allir eru beðnir um að mæta með skilríki og grímuskylda er á bólusetningastað. Bólusett er í axlarvöðva og í almennu rými. Gott er að vera í stuttermabol innst klæða.  Allir þurfa að bíða í um 15 mínútur eftir að bólusetning er gefin segir í leiðbeiningum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins en hér er hægt að lesa nánar um bólusetningar.

mbl.is