Bóluefnið kláraðist á slaginu 17

Bólusetningar við Covid-19 | 9. júní 2021

Bóluefnið kláraðist á slaginu 17

Þó nokkrir þurftu frá að hverfa þegar starfsmaður heilsugæslunnar tilkynnti viðstöddum að AstraZeneca-bóluefnið væri búið. Um 40 manns stóðu þá röðinni.

Bóluefnið kláraðist á slaginu 17

Bólusetningar við Covid-19 | 9. júní 2021

Röðin rétt áður en starfsmaður Heilsugæslunnar tilkynnti að skammtarnir væru …
Röðin rétt áður en starfsmaður Heilsugæslunnar tilkynnti að skammtarnir væru að klárast. mbl.is/ Baldur S. Blöndal

Þó nokkrir þurftu frá að hverfa þegar starfsmaður heilsugæslunnar tilkynnti viðstöddum að AstraZeneca-bóluefnið væri búið. Um 40 manns stóðu þá röðinni.

Þó nokkrir þurftu frá að hverfa þegar starfsmaður heilsugæslunnar tilkynnti viðstöddum að AstraZeneca-bóluefnið væri búið. Um 40 manns stóðu þá röðinni.

Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar á Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, segir daginn hafa gengið vel í bólusetningum þrátt fyrir annasamt upphaf. Ennþá eru nokkrir skammtar eftir í seinni bólsetningu og fólk streymdi inn í höllina þegar blaðamann mbl.is bar að garði upp úr klukkan 16.

„Fólk kemur mjög hratt þegar tilkyninngarnar berast í fjölmiðla, jafnvel hraðar en þegar við sendum út SMS.“ segir Ragnheiður en í dag gengu út um 10.000 skammtar af AstraZeneca-bóluefninu.

Erfitt að vinna niður langar raðir 

Miklar biðraðir mynduðust fyrir utan bólusetningarmiðstöðina í Laugardalnum í morgun en að sögn Ragnheiðar var fólk mætt strax klukkan korter í níu. 35 mínútum áður en fyrstu bólusetning var boðuð var röðin komin upp allan Engjaveg.

Röðin ílengdist eftir því sem leið á morguninn upp Reykjaveg og niður Suðurlandsbraut. Röðinni var skipt í tvennt, annars vegar þeir sem voru með boðun í dag og hins vegar þeir sem ekki höfðu fengið slíkt. Fólk með strikamerki gekk þá fyrir.

„Þegar röðin byrjar svona löng er erfitt að vinna, hana niður. Við erum bara með ákveðna ferla sem ganga alltaf jafn hratt fyrir sig og því er erfitt að bregðast við svona skyndilegri fjölgun.“

Var fólk orðið óþolinmótt þegar röðin kom loksins að þeim?

„Nei, alveg ótrúlega ljúft og mjög þakklátt. Ég dáist að því hvað fólk er þakklátt og almennilegt.“

Hvernig lítur morgundagurinn út?

„Á morgun verðum við með Janssen, það verður álíka stór dagur og í dag eða 10.000 skammtar. Það er bara eitt bóluefni og allir að koma í fyrsta sinn og engin endurbólusetning.“

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Árni Sæberg
mbl.is