Drapst úr Covid-19

Kórónuveiran Covid-19 | 9. júní 2021

Drapst úr Covid-19

Níu ára gömul ljónynja drapst úr Covid-19 í dýragarðinum í indversku borginni Chennai fyrr í mánuðinum og er hún fyrsta dýrið sem vitað er til þess að hafi drepist úr sjúkdómnum þar í landi. Ljónynjan var á meðal níu ljóna sem hafa greinst með Covid-smit í dýragarðinum og eru tvö þeirra í lífshættu.

Drapst úr Covid-19

Kórónuveiran Covid-19 | 9. júní 2021

Mynd úr safni.
Mynd úr safni. AFP

Níu ára gömul ljónynja drapst úr Covid-19 í dýragarðinum í indversku borginni Chennai fyrr í mánuðinum og er hún fyrsta dýrið sem vitað er til þess að hafi drepist úr sjúkdómnum þar í landi. Ljónynjan var á meðal níu ljóna sem hafa greinst með Covid-smit í dýragarðinum og eru tvö þeirra í lífshættu.

Níu ára gömul ljónynja drapst úr Covid-19 í dýragarðinum í indversku borginni Chennai fyrr í mánuðinum og er hún fyrsta dýrið sem vitað er til þess að hafi drepist úr sjúkdómnum þar í landi. Ljónynjan var á meðal níu ljóna sem hafa greinst með Covid-smit í dýragarðinum og eru tvö þeirra í lífshættu.

Í öryggisskyni voru sýni tekin úr 28 fílum á friðlýstu svæði villtra dýra skammt frá Chennai í gær og er niðurstöðunnar að vænta eftir viku. Að sögn þjóðgarðsvarðar er um fyrirbyggjandi aðgerðir að ræða enda enginn þeirra með sjúkdómseinkenni. 

21 tígrisdýr í dýragarði í Jharkhand-ríki voru send í skimun í síðustu viku eftir að 10 ára gamalt tígrisdýr drapst í garðinum. Tígrisdýrið fór í hraðpróf vegna Covid-19 en það reyndist neikvætt. Er nú beðið niðurstöðu RT-PCR prófs.

mbl.is