Enn eru 700 AstraZeneca-skammtar eftir

Bólusetningar við Covid-19 | 9. júní 2021

Enn eru 700 AstraZeneca-skammtar eftir

Enn eru 700 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að þessir skammtar verði að klárast í dag og því séu allir sem eiga að koma í seinni sprautuna af bóluefninu velkomnir í Laugardalshöll til þess að þiggja bóluefnið. Að hennar sögn er nú engin röð við Höllina.

Enn eru 700 AstraZeneca-skammtar eftir

Bólusetningar við Covid-19 | 9. júní 2021

Röðin til að komast í bólusetningu í Laugardalshöll í dag …
Röðin til að komast í bólusetningu í Laugardalshöll í dag var mjög löng. mbl.is/Kristinn Magnússon

Enn eru 700 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að þessir skammtar verði að klárast í dag og því séu allir sem eiga að koma í seinni sprautuna af bóluefninu velkomnir í Laugardalshöll til þess að þiggja bóluefnið. Að hennar sögn er nú engin röð við Höllina.

Enn eru 700 skammtar af bóluefni AstraZeneca gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, segir að þessir skammtar verði að klárast í dag og því séu allir sem eiga að koma í seinni sprautuna af bóluefninu velkomnir í Laugardalshöll til þess að þiggja bóluefnið. Að hennar sögn er nú engin röð við Höllina.

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. mbl.is/Árni Sæberg

„Já, þú mátt endilega segja af því fréttir. Við verðum að koma þessum skömmtum út,“ segir Ragnheiður við mbl.is. Hún ítrekar þó að fjórar vikur verði að vera liðnar frá því að viðkomandi fengu fyrri sprautuna.

Að hennar sögn getur ekki verið að nokkur hafi ekki fengið sprautu eftir að hafa verið boðaður í dag. Löng röð myndaðist við Laugardalshöllina í dag og jafnvel leit út fyrir að þeir sem boð fengu í dag um að koma í seinni AstraZeneca-sprautuna kæmust ekki að. 

„Nei, við vorum dugleg að koma út í röðina í dag og pikka þá út sem höfðu verið boðaðir í dag.“

Sex þúsund manns fengu boð í seinni AstraZeneca-sprautuna í dag og segir Ragnheiður að enginn þeirra geti hafa misst af sinni sprautu, nema viðkomandi hafi horfið frá úr röðinni sem myndaðist. 

mbl.is