Janssen í boði í Noregi með skilyrðum

Bólusetningar við Covid-19 | 9. júní 2021

Janssen í boði í Noregi með skilyrðum

Norðmenn ætla að bjóða þeim sem vilja fá bóluefni Johnson & Johnson að fara í bólusetningu við kórónuveirunni frá og með 15. júní, með ströngum skilyrðum.

Janssen í boði í Noregi með skilyrðum

Bólusetningar við Covid-19 | 9. júní 2021

Spánverjar sprautaðir með Janssen.
Spánverjar sprautaðir með Janssen. AFP

Norðmenn ætla að bjóða þeim sem vilja fá bóluefni Johnson & Johnson að fara í bólusetningu við kórónuveirunni frá og með 15. júní, með ströngum skilyrðum.

Norðmenn ætla að bjóða þeim sem vilja fá bóluefni Johnson & Johnson að fara í bólusetningu við kórónuveirunni frá og með 15. júní, með ströngum skilyrðum.

Norsk stjórnvöld hafa þegar hætt við að bólusetja með bóluefni AstraZeneca vegna áhyggja um að þau gætu valdið blóðtappa en slíkt er þó afar sjaldgæft. Einnig bönnuðu þau notkun Janssen frá Johnson & Johnson fyrr á þessu ári af sömu ástæðu.

12. maí tilkynnti norska ríkisstjórnin að hún ætlaði að bjóða sjálfboðaliðum upp á Janssen. Í dag greindi hún svo frá þeim ströngu skilyrðum sem gilda fyrir þá sem vilja fá stunguna.

Bóluefnið frá Johnson & Johnson.
Bóluefnið frá Johnson & Johnson. AFP

Aðeins þeir sem þurfa nauðsynlega að ferðast til annarra landa þar sem farsóttin geisar geta fengið bóluefnið eða þeir sem af ýmsum ástæðum geta ekki beðið eftir því að fá önnur fáanleg bóluefni. Einnig geta þeir sem eiga ástvini sem glíma við krabbamein á háu stigi fengið bóluefnið.

„Sjúklingurinn hefur rétt til að hafa áhrif á ákvörðunina en getur ekki krafist þess að fá bóluefnið. Læknar eiga lokaorðið,” sagði Bent Hoie, heilbrigðisráðherra Noregs.

Yfir 1,85 milljónir manna af þeim 5,4 milljónum sem búa í Noregi hafa fengið fyrri skammtinn af bóluefni við veirunni. 1,21 milljón er fullbólusett.

Yfirvöld vonast til þess að allir fullorðnir hafi fengið fyrri skammt snemma í ágúst.

mbl.is