Mega göltrast úti á kvöldin

Kórónuveiran Covid-19 | 9. júní 2021

Mega göltrast úti á kvöldin

Loksins, loksins, segja margir Frakkar þennan morguninn en í dag geta þeir í fyrsta skipti í marga mánuði setið inni á veitinga- og kaffihúsum. Ekki nóg með það heldur mega þeir vera úti til klukkan 23 á kvöldin eftir langt útgöngubann.

Mega göltrast úti á kvöldin

Kórónuveiran Covid-19 | 9. júní 2021

AFP

Loksins, loksins, segja margir Frakkar þennan morguninn en í dag geta þeir í fyrsta skipti í marga mánuði setið inni á veitinga- og kaffihúsum. Ekki nóg með það heldur mega þeir vera úti til klukkan 23 á kvöldin eftir langt útgöngubann.

Loksins, loksins, segja margir Frakkar þennan morguninn en í dag geta þeir í fyrsta skipti í marga mánuði setið inni á veitinga- og kaffihúsum. Ekki nóg með það heldur mega þeir vera úti til klukkan 23 á kvöldin eftir langt útgöngubann.

Veitinga- og kaffihús hafa verið opin síðan 19. maí en aðeins hefur verið heimilt að sitja þar utandyra. Útgöngubannið hefur verið stytt en það var áður frá klukkan 21 og varði til morguns. Það verður afnumið að fullu 30. júní. 

Jafnframt verður slakað enn frekar á sóttvarnatakmörkunum í menningar- og afþreyingargeiranum og stefnir allt í að lífið verði nánast eðlilegt í sumarblíðunni sem nú ríkir í Frakklandi.

AFP

„Ný skref verða stigin á miðvikudag,“ skrifar forseti Frakklands, Emmanuel Macron, á Twitter. 

Nú mega allt að sex sitja saman við borð á kaffi- og veitingahúsum og eins mega gestir sækja líkamsræktarstöðvar að nýju. Aftur á móti er grímuskylda áfram við lýði um allt Frakkland.

Smitum hefur fækkað hratt í Frakklandi og á gjörgæsludeildum sjúkrahúsa eru nú tæplega 2.400 manns með Covid-19. Í lok apríl voru þeir um sex þúsund talsins.

Í gær voru rúmlega 28 milljónir búnar að fá að minnsta kosti fyrri bólusetningu í Frakklandi eða 43% af heildarmannfjölda og 55% af fullorðnum Frökkum. Bólusetningar fóru hægt af stað í Frakklandi en hafa tekið kipp undanfarið og hafa suma daga allt að 700 þúsund manns verið bólusettir á einum degi. 

AFP

Eins verður auðveldara að ferðast til Frakklands frá og með deginum í dag því íbúar frá ríkjum Evrópusambandsins og Evrópska efnahagssvæðinu geta komið óhindrað til landsins og þurfa ekki að framvísa neikvæðu PCR-prófi ef þeir eru fullbólusettir með einhverju af þeim fjórum bóluefnum sem Lyfjastofnun Evrópu hefur veitt markaðsleyfi. Það eru AstraZeneca, Janssen, Pfizer og Moderna. 

Þeir sem koma annars staðar frá, svo sem Bandaríkjunum og Bretlandi, þurfa að sæta harðari reglum en þurfa samt sem áður ekki að gera grein fyrir ferðum sínum svo lengi sem þeir eru fullbólusettir að því er segir í frétt AFP-fréttastofunnar.

Frétt Le Monde

mbl.is