Bandaríkin gefa 500 milljónir skammta af Pfizer

Bólusetningar við Covid-19 | 10. júní 2021

Bandaríkin gefa 500 milljónir skammta af Pfizer

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag greina frá því að Bandaríkin ætli að gefa hálfan milljarð skammta af bóluefni við kórónuveirunni til 92 fátækari ríkja.

Bandaríkin gefa 500 milljónir skammta af Pfizer

Bólusetningar við Covid-19 | 10. júní 2021

Heilbrigðisstarfsmaður með skammt af bóluefni Pfizer í Los Angeles.
Heilbrigðisstarfsmaður með skammt af bóluefni Pfizer í Los Angeles. AFP

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag greina frá því að Bandaríkin ætli að gefa hálfan milljarð skammta af bóluefni við kórónuveirunni til 92 fátækari ríkja.

Joe Biden Bandaríkjaforseti mun í dag greina frá því að Bandaríkin ætli að gefa hálfan milljarð skammta af bóluefni við kórónuveirunni til 92 fátækari ríkja.

Bandaríkin ætla að kaupa 500 milljónir skammta af bóluefni Pfizer-BioNTech, þar á meðal 200 milljónir sem verða sendar víðs vegar um heiminn áður en árið er á enda. Afgangurinn verður sendur í síðasta lagi í júní á næsta ári, að sögn Hvíta hússins.

Joe Biden Bandaríkjaforseti.
Joe Biden Bandaríkjaforseti. AFP

Þetta verða „stærstu kaup og stærsta gjöf einnar þjóðar á bóluefni til þessa“ og mun þetta „hjálpa mjög til í alþjóðlegu baráttunni gegn faraldrinum“, sagði í tilkynningu Hvíta hússins.


Biden er staddur í Bretlandi þar sem hann tekur þátt í fundi G7-ríkjanna.

mbl.is