Fleiri árgangar boðaðir vegna dræmrar mætingar

Bólusetningar við Covid-19 | 10. júní 2021

Fleiri árgangar boðaðir vegna dræmrar mætingar

Þrír árgangar til viðbótar hafa verið boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Ástæðan er sú að aðeins um helmingur af þeim sem hafði verið boðaður í morgun lét sjá sig.

Fleiri árgangar boðaðir vegna dræmrar mætingar

Bólusetningar við Covid-19 | 10. júní 2021

Röðin í morgun.
Röðin í morgun. mbl.is/Þorsteinn

Þrír árgangar til viðbótar hafa verið boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Ástæðan er sú að aðeins um helmingur af þeim sem hafði verið boðaður í morgun lét sjá sig.

Þrír árgangar til viðbótar hafa verið boðaðir í bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Ástæðan er sú að aðeins um helmingur af þeim sem hafði verið boðaður í morgun lét sjá sig.

Þeir árgangar sem hafa verið boðaðir aukalega eru karlar fæddir 1988 og 1986 og konur fæddar 2002, að því er Vísir greinir frá. 

Bólusett er með bóluefni Johnson & Johnson, Janssen, í dag en um ellefuleytið í morgun var löng röð að Laugardalshöll sem náði upp á Suðurlandsbraut.

Bólusetningin hófst klukkan 9 og stendur hún yfir til klukkan 14 í dag.

mbl.is