Tilkynna mögulega um breytingar á morgun

Kórónuveiran Covid-19 | 10. júní 2021

Tilkynna mögulega um breytingar á morgun

Mögulega verður tilkynnt á morgun um nýtt fyrirkomulag á landamærum Íslands sem snýr að skimunum við kórónuveirunni. Ekkert minnisblað hefur enn borist heilbrigðisráðherra þar um en von er á því á næstunni.

Tilkynna mögulega um breytingar á morgun

Kórónuveiran Covid-19 | 10. júní 2021

Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Mögulega verður tilkynnt á morgun um nýtt fyrirkomulag á landamærum Íslands sem snýr að skimunum við kórónuveirunni. Ekkert minnisblað hefur enn borist heilbrigðisráðherra þar um en von er á því á næstunni.

Mögulega verður tilkynnt á morgun um nýtt fyrirkomulag á landamærum Íslands sem snýr að skimunum við kórónuveirunni. Ekkert minnisblað hefur enn borist heilbrigðisráðherra þar um en von er á því á næstunni.

Berist það í dag er allt eins mögulegt að nýtt fyrirkomulag á landamærum verði rætt á ríkisstjórnarfundi í fyrramálið, og það kynnt fjölmiðlum strax í kjölfarið.

Eða á þriðjudag

Þetta segir Margrét Erlendsdóttir, upplýsingafulltrúi heilbrigðisráðuneytisins, við mbl.is. 

„Það liggur ekkert enn fyrir, nei. Það gildir nú sem endranær að sóttvarnalæknir leggur fram tillögu um þessi mál. Þetta hlýtur nú að skýrast fljótlega,“ segir Margrét. 

Margrét telur næsta víst að annað hvort verði tilkynnt um breytingar á landamærum eftir ríkisstjórnarfund á morgun eða á þriðjudag.

mbl.is