Niðurstöðurnar styrkja trú á bóluefnunum

Bólusetningar við Covid-19 | 11. júní 2021

Niðurstöðurnar styrkja trú á bóluefnunum

Niðurstöður athugunar óháðra sérfræðinga á andláti fimm og fimm veikinda í kjölfar bólusetninga við Covid-19 liggja nú fyrir. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum og annar sérfræðinga nefndarinnar, segir það hafa komið honum aðeins á óvart hve fáar alvarlegar aukaverkanir séu af bóluefnunum.

Niðurstöðurnar styrkja trú á bóluefnunum

Bólusetningar við Covid-19 | 11. júní 2021

Davíð O. Arnar er annar tveggja óháðra sérfræðinga sem vann …
Davíð O. Arnar er annar tveggja óháðra sérfræðinga sem vann skýrsluna fyrir Embætti landlæknis. mbl.is/Ásdís

Niðurstöður athugunar óháðra sérfræðinga á andláti fimm og fimm veikinda í kjölfar bólusetninga við Covid-19 liggja nú fyrir. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum og annar sérfræðinga nefndarinnar, segir það hafa komið honum aðeins á óvart hve fáar alvarlegar aukaverkanir séu af bóluefnunum.

Niðurstöður athugunar óháðra sérfræðinga á andláti fimm og fimm veikinda í kjölfar bólusetninga við Covid-19 liggja nú fyrir. Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum og annar sérfræðinga nefndarinnar, segir það hafa komið honum aðeins á óvart hve fáar alvarlegar aukaverkanir séu af bóluefnunum.

Langt gengið krabbamein kann að hafa orsakað blóðsega

Í einu tilfelli var það metið mögulegt en þó ólíklegt að dauðsfallið megi rekja til bóluefnisins. Í samtali við mbl.is segir Davíð að þar hafi verið um að ræða einstakling með langt gengið krabbamein. Slíkt eykur segahneigð blóðsins og þannig líkur á blóðtappamyndun. Í þess háttar tilfellum er erfitt að vera viss hvort það hafi verið blóðsegi sem myndast vegna krabbameinsins eða bóluefnið sem slíkt sem hafi orsakað blóðtappamyndunina. Ekki er með öllu hægt að útiloka síðarnefnda kostinn.

Nefndinni var falið að rannsaka tíu atvik, fimm dauðsföll og fimm tilvik blóðsega. Þau tengdust þremur af þeim fjórum bóluefnum sem eru í notkun hérlendis. Það eru Pfizer, Moderna og AstraZeneca.

Alls hafa 128.645 ein­stak­ling­ar verið full­bólu­sett­ir við kór­ónu­veirunni hér­lend­is.
Alls hafa 128.645 ein­stak­ling­ar verið full­bólu­sett­ir við kór­ónu­veirunni hér­lend­is. Kristinn Magnússon

Eitt veikindatilfelli má líklega rekja til bóluefnis

Í einu tilfelli voru tengsl milli aukaverkana og veikinda metin líkleg. Þar hafði maður, sem fékk bóluefni AstraZeneca, fengið afar sjaldgæfa aukaverkun bóluefnisins sem veldur blóðflögufækkun með blóðsega. Þetta er þekkt, en ákaflega sjaldgæf, aukaverkun. Sá einstaklingur fékk viðeigandi meðferð og jafnaði sig.

„Niðurstöðurnar styrkja okkur í þeirri í trú okkar að alvarlegar aukaverkanir bólusetninga vegna Covid-19 séu afar sjaldgæfar. Af þeim tugum þúsunda sem hafa verið bólusett kom upp eitt alvarlegt tilvik og þar var brugðist rétt við. Það er rétt að taka það fram að flest sem við gerum í læknisfræði, hvers kyns inngrip sem það kann að vera, notkun bóluefnis, lyfjagjöf og hvað annað getur alltaf haft í með sér einhverjar aukaverkanir eða fylgikvilla,“ segir Davíð.

mbl.is