Norðmenn fá mun færri skammta af Pfizer

Bólusetningar við Covid-19 | 11. júní 2021

Norðmenn fá mun færri skammta af Pfizer

Norðmenn fá þriðjungi færri skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech í júlí heldur en þarlend heilbrigðisyfirvöld reiknuðu með.

Norðmenn fá mun færri skammta af Pfizer

Bólusetningar við Covid-19 | 11. júní 2021

Þýskur læknir fyllir sprautu með bóluefni Pfizer.
Þýskur læknir fyllir sprautu með bóluefni Pfizer. AFP

Norðmenn fá þriðjungi færri skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech í júlí heldur en þarlend heilbrigðisyfirvöld reiknuðu með.

Norðmenn fá þriðjungi færri skammta af bóluefni Pfizer/BioNTech í júlí heldur en þarlend heilbrigðisyfirvöld reiknuðu með.

Alls fá þeir 800 þúsund skammta í stað 1,2 milljóna.

„Þessi seinkun er afar óheppileg. Á sama tíma vonum við að Pfizer bæti okkur upp fyrir þetta og haldi áfram að útvega okkur skammta samkvæmt samkomulagi okkar,“ sagði Geir Bukholm, yfirmaður bólusetningaráætlunar Norðmanna, við VG.

Geir Bukholm ásamt Line Vold, deildarstjóra við Lýðheilsustofnun Noregs, á …
Geir Bukholm ásamt Line Vold, deildarstjóra við Lýðheilsustofnun Noregs, á síðasta ári. AFP

Norðmenn hafa einnig notaði bóluefni Moderna en færri skammtar hafa borist þaðan. Bóluefni AstraZeneca er ekki í notkun í landinu en hægt er að fá Janssen-bóluefnið frá Johnson & Johnson ef fólk uppfyllir ákveðin skilyrði.

mbl.is