„Það er ekki ofbeldi að neita maka sínum um kynlíf, Magnús“

MeT­oo - #Ég líka | 11. júní 2021

„Það er ekki ofbeldi að neita maka sínum um kynlíf, Magnús“

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og baráttukona gegn kynferðisofbeldi, skrifar Magnúsi Scheving opið bréf á Facebook-síðu sinni. Þar útskýrir hún fyrir Magnúsi hvernig það flokkast sem ofbeldi að krefja maka um kynlíf ólíkt því að neita maka um kynlíf. Magnús baðst afsökunar í morgun á ummælum um ofbeldi sem hann lét falla í hlaðvarpsþætti í vikunni. 

„Það er ekki ofbeldi að neita maka sínum um kynlíf, Magnús“

MeT­oo - #Ég líka | 11. júní 2021

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir ritar opið bréf til Magnúsar Scheving á …
Þórdís Elva Þorvaldsdóttir ritar opið bréf til Magnúsar Scheving á Facebook-síðu sinni. Samsett mynd

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og baráttukona gegn kynferðisofbeldi, skrifar Magnúsi Scheving opið bréf á Facebook-síðu sinni. Þar útskýrir hún fyrir Magnúsi hvernig það flokkast sem ofbeldi að krefja maka um kynlíf ólíkt því að neita maka um kynlíf. Magnús baðst afsökunar í morgun á ummælum um ofbeldi sem hann lét falla í hlaðvarpsþætti í vikunni. 

Þórdís Elva Þorvaldsdóttir, rithöfundur og baráttukona gegn kynferðisofbeldi, skrifar Magnúsi Scheving opið bréf á Facebook-síðu sinni. Þar útskýrir hún fyrir Magnúsi hvernig það flokkast sem ofbeldi að krefja maka um kynlíf ólíkt því að neita maka um kynlíf. Magnús baðst afsökunar í morgun á ummælum um ofbeldi sem hann lét falla í hlaðvarpsþætti í vikunni. 

Í bréfinu segir Þórdís það ekki mannréttindi að stunda kynlíf með annarri manneskju.Þórdís líkir kynlífi við ferskvöru en ekki niðursuðuvöru. „Sjáðu til, samþykki er ferskvara, sem þarf að endurnýja í hvert skipti sem þess er leitað. Það þykir ekki lengur eðlilegt að líta svo á að þegar fólk gengur í hjónaband sé þar með að afsala rétti sínum til þess að ákveða hvenær það vill stunda kynlíf, og eigi að vera til í tuskið hvenær sem er. Það er ekki lengur boðlegt að áætla að samþykki þess sé þar með komið í niðursuðudós sem dugi næstu fimmtíu árin. Þetta úrelta hugarfar gerði makanauðganir löglegar. Vissir þú að fram til ársins 2007 mátti fella niður refsingu fyrir nauðgun á Íslandi ef gerandinn og þolandinn gengu í hjónaband? Lögin lögðu bókstaflega blessun sína yfir kynferðisofbeldi í hjónasænginni,“ skrifar Þórdís meðal annars. 

Magnús tjáði sig um ofbeldi í hlaðvarpsþætti Bergsveins Ólafssonar í vikunni. Magnús tók til dæm­is dæmi um að of­beldi gæti verið af hendi konu sem neitaði manni sín­um um kyn­líf. Í því sam­hengi velti hann fyr­ir sér af hverju hóru­hús væru til. Magnús birti afsökunarbeiðni í sögu á Instagram í dag, föstudag. 

Hér má lesa pistil Þórdísar í heild sinni: 

„Hæ Magnus Scheving

Þú manst eflaust ekki eftir mér, ég var 14 ára þegar ég sótti þolfimitíma hjá þér, sveitt og taktlaus en uppfull af vilja að ná ‘essu.

Mig langaði að skrifa þér þessar línur eftir að hafa heyrt vangaveltur þínar um að það sé tegund ofbeldis að neita maka sínum um kynlíf.

Þarna, kæri Magnús, ertu að ruglast.

Við fæðumst með ýmis grundvallar mannréttindi, sem taka gildi frá því við drögum andann í fyrsta sinn. Því miður höfum við ekki setið við sama borð í gegnum aldirnar og fólki hefur verið misjafnlega skammtað af mannréttindum sökum húðlitar síns, kyns, kynhneigðar, fötlunar og fleiri eiginleika.

Að stunda kynlíf með annarri manneskju eru hinsvegar ekki mannréttindi, líkt og þú virðist telja. Þvert á móti má færa rök fyrir því að það séu forréttindi sem fólk ávinnur sér, með því að öðlast það gagnkvæma traust og virðingu sem liggur til grundvallar kynlífi. Þú virðist líka vera að misskilja samþykki innan ástarsambanda. Sjáðu til, samþykki er ferskvara, sem þarf að endurnýja í hvert skipti sem þess er leitað. Það þykir ekki lengur eðlilegt að líta svo á að þegar fólk gengur í hjónaband sé þar með að afsala rétti sínum til þess að ákveða hvenær það vill stunda kynlíf, og eigi að vera til í tuskið hvenær sem er. Það er ekki lengur boðlegt að áætla að samþykki þess sé þar með komið í niðursuðudós sem dugi næstu fimmtíu árin. Þetta úrelta hugarfar gerði makanauðganir löglegar. Vissir þú að fram til ársins 2007 mátti fella niður refsingu fyrir nauðgun á Íslandi ef gerandinn og þolandinn gengu í hjónaband? Lögin lögðu bókstaflega blessun sína yfir kynferðisofbeldi í hjónasænginni.

En sannleikurinn er sá að enginn á rétt á kynlífi. Hvorki frá maka sínum, né öðrum. Óháð því hvort fólk sé nýbúið að kynnast eða eigi áratuga ástarsamband að baki. Óháð því hvort það hafi lýst yfir áhuga á kynlífi áður, eða ekki.

Það er ekki ofbeldi að neita maka sínum um kynlíf, Magnús.

Það er hins vegar ofbeldi að krefja maka sinn um kynlíf, og það er beinlínis ólöglegt að fá ekki samþykki fyrir kynferðislegu athæfi. Samþykki er einungis hægt að veita með heilum hug. Ef það er knúið fram með þrýstingi á borð við suð, fýlustjórnun eða jafnvel peningagreiðslu er ekki lengur um heilshugar samþykki að ræða – og þá er verknaðurinn ekki lengur kynlíf, heldur lögbrot. Svo einfalt er það.

Sá misskilningur að karlar (eða bara fólk almennt) eigi „rétt“ á kynlífi er undirstaðan í því sem kallast nauðgunarmenning, þ.e.a.s. þeim viðhorfum og fordómum sem réttlæta kynferðisofbeldi, bæði í hjónasænginni, almennt í samfélaginu og á „hóruhúsum“, eins og þú komst einnig að orði.

Í dag þykja úrelt viðhorf bæði sveitt og taktlaus, en sem betur fer hefur löggjafarvaldið og þjóðfélagsumræðan sýnt að það er almennur vilji í samfélaginu til að ná ‘essu.

Ég vona að þú komir til liðs við okkur,

Kveðja,

Þórdís Elva.“

mbl.is