Einn milljarður skammta til fátækari ríkja

Bólusetningar við Covid-19 | 13. júní 2021

Einn milljarður skammta til fátækari ríkja

Leiðtogar G7-ríkjanna hafa samþykkt að gefa einn milljarð skammta af bóluefni gegn Covid-19 til fátækari ríkja. Þetta kom fram í máli Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, á fréttamannafundi að loknum leiðtogafundi ríkjanna í dag.

Einn milljarður skammta til fátækari ríkja

Bólusetningar við Covid-19 | 13. júní 2021

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands.
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Leiðtogar G7-ríkjanna hafa samþykkt að gefa einn milljarð skammta af bóluefni gegn Covid-19 til fátækari ríkja. Þetta kom fram í máli Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, á fréttamannafundi að loknum leiðtogafundi ríkjanna í dag.

Leiðtogar G7-ríkjanna hafa samþykkt að gefa einn milljarð skammta af bóluefni gegn Covid-19 til fátækari ríkja. Þetta kom fram í máli Boris Johnsons, forsætisráðherra Bretlands, á fréttamannafundi að loknum leiðtogafundi ríkjanna í dag.

Skömmtunum verður annaðhvort dreift í gegnum Covax-bóluefnasamstarfið eða beint frá ríkjunum. Sagði Boris að Bretland myndi leggja til 100 milljónir skammta, en þar verður að stærstum hluta um að ræða bóluefni AstraZeneca.

Áður hafði komið fram að Bandaríkin hygðust leggja til 500 milljónir skammta af bóluefni Pfizer-BioNTech. Ætla Bandaríkin að senda út 200 milljónir skammta á þessu ári og 300 milljónir á næsta ári.

mbl.is