Novavax með rúmlega 90% virkni

Bólusetningar við Covid-19 | 14. júní 2021

Novavax með rúmlega 90% virkni

Virkni bóluefnis bandaríska líftæknifyrirtækisins Novavax er rúmlega 90%, þar með talið gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar.

Novavax með rúmlega 90% virkni

Bólusetningar við Covid-19 | 14. júní 2021

Bóluefni Novavax.
Bóluefni Novavax. AFP

Virkni bóluefnis bandaríska líftæknifyrirtækisins Novavax er rúmlega 90%, þar með talið gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar.

Virkni bóluefnis bandaríska líftæknifyrirtækisins Novavax er rúmlega 90%, þar með talið gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar.

Fyrirtækið greindi frá þessu og vísaði í umfangsmikla rannsókn sem var gerð í Bandaríkjunum og Mexíkó.

Bóluefnið „veitti 100% vernd gegn miðlungs og alvarlegum sjúkdómseinkennum, 90,4% á heildina litið“, sagði í yfirlýsingu fyrirtækisins.

Fram kom að 29.960 manns hefðu tekið þátt í rannsókninni á 119 stöðum í Bandaríkjunum og Mexíkó.

Í janúar var greint frá samskonar niðurstöðum hjá Novavax en þá var virknin ekki eins mikil gegn nýjum afbrigðum.

mbl.is