Slakað verði á reglum um grímuskyldu

Kórónuveiran Covid-19 | 14. júní 2021

Slakað verði á reglum um grímuskyldu

Reglum um grímunotkun í Þýskalandi verður líklega breytt á næstunni vegna fækkunar kórónuveirusmita.

Slakað verði á reglum um grímuskyldu

Kórónuveiran Covid-19 | 14. júní 2021

Grímuklæddur stuðningsmaður þýska landsliðsins í knattspyrnu í borginni Dusseldorf í …
Grímuklæddur stuðningsmaður þýska landsliðsins í knattspyrnu í borginni Dusseldorf í Þýskalandi fyrir viku. AFP

Reglum um grímunotkun í Þýskalandi verður líklega breytt á næstunni vegna fækkunar kórónuveirusmita.

Reglum um grímunotkun í Þýskalandi verður líklega breytt á næstunni vegna fækkunar kórónuveirusmita.

„Vegna færri tilfella gætum við tekið skref í átt að frekari afléttingu. Fyrsta skrefið yrði að afnema grímuskyldu utandyra,“ sagði Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands, í samtali við Funke.

„Á svæðum þar sem mjög fá smit hafa verið og margir verið bólusettir verður síðan smám saman hægt að afnema grímuskyldu innandyra,“ bætti hann við.

Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands.
Jens Spahn, heilbrigðisráðherra Þýskalands. AFP

Skylda er að nota grímu innanhúss í Þýskalandi en einnig í almenningssamgöngum, verslunum, skólum og á ákveðnum fjölmennum götum.

Auk þess sem færri hafa smitast af veirunni síðustu vikur hefur um helmingur fullorðinna í landinu fengið einn skammt af bóluefni. 25,7% eru fullbólusett.

mbl.is