Covid-passinn aðgengilegur í kvöld

Kórónuveiran Covid-19 | 15. júní 2021

Covid-passinn aðgengilegur í kvöld

Hægt verður að nálgast vottorð fyrir bólusetningu gegn Covid-19, neikvætt PCR-próf og vegna fyrri sýkingar af Covid-19 á QR-kóðaformi á Heilsuveru í kvöld. QR-kóðakerfið hefur fengið vinnuheitið Covid-passinn.

Covid-passinn aðgengilegur í kvöld

Kórónuveiran Covid-19 | 15. júní 2021

QR-kóði lesinn við landamæri Króatíu.
QR-kóði lesinn við landamæri Króatíu. AFP

Hægt verður að nálgast vottorð fyrir bólusetningu gegn Covid-19, neikvætt PCR-próf og vegna fyrri sýkingar af Covid-19 á QR-kóðaformi á Heilsuveru í kvöld. QR-kóðakerfið hefur fengið vinnuheitið Covid-passinn.

Hægt verður að nálgast vottorð fyrir bólusetningu gegn Covid-19, neikvætt PCR-próf og vegna fyrri sýkingar af Covid-19 á QR-kóðaformi á Heilsuveru í kvöld. QR-kóðakerfið hefur fengið vinnuheitið Covid-passinn.

Íslendingar munu þá taka þátt í tilraunarverkefni Evrópusambandsins með samræmt dulkóðað vottorðakerfi. 

Kemur í veg fyrir fölsun

Ingi Steinar Ingason, sviðsstjóri rafrænna lausna hjá embætti landlæknis, segir í samtali við mbl.is að kerfið hafi ýmsa kosti; það muni stytta afgreiðslutíma á flugvöllum og koma algjörlega í veg fyrir fölsun á vottorðum. 

„Það sem gerist í kvöld er, að það bætist við þessi QR-kóði, sem Evrópusambandið er búið að vera að skipuleggja. Þetta þýðir að það verður hægt að skanna QR-kóðann og lesa allt innihaldið í vottorðinu án þess að mannlegt auga þurfi að horfa á vottorðið sjálft,“ útskýrir Ingi Steinar. 

QR-kóði og skanni eins og verður í notkun á landamærum …
QR-kóði og skanni eins og verður í notkun á landamærum um alla Evrópu. AFP

Hann segir slíka kóða hafa verið skannaða á landamærum Íslands frá 2. júní. „Fólk er búið að forskrá sig, við lesum bara strikamerki og svo QR-kóða vottorðsins og tölvukerfið okkar ber saman upplýsingar úr forskráningu og vottorði, eins og nafn, fæðingardag og bóluefni og staðfestir að vottorðið sé gilt. Eina sem landamæraverðir þurfa þá að gera er að skoða vegabréf,“ segir Ingi Steinar.

Afgreiðsla styttist verulega

Hann segir að afgreiðsla hvers einstaklings með vottorð geti farið úr 2-3 mínútum niður í 10-15 sekúndur og öryggið fullkomið um að um gilt vottorð sé að ræða. 

Hann segir að innihald íslenskra vottorða verði dulkóðað. „Við búum til sreng úr innihaldinu og dulkóðum og setjum dulkóðaða strenginn í QR-kóðann. Svo þegar hann er lesinn í EES-löndum sækja þeir svokallaðan public-lykil sem gerir þeim kleift að afkóða strenginn og lesa innihaldið,“ segir Ingi Steinar. 

Ingi Steinar Ingason, sviðsstjóri rafrænna lausna hjá embætti landlæknis.
Ingi Steinar Ingason, sviðsstjóri rafrænna lausna hjá embætti landlæknis. mbl.is/RAX

Um er að ræða svokallað trust-network á milli allra landa í Evrópusambandinu og í miðlægan gagnagrunn landanna er íslenskum public-lykli hlaðið upp. Löndin muni getað lesið kóða frá hvert öðru og er ekki hægt að falsa kóða.

Ingi Steinar segir að enn sem komið er virki kerfið einungis innan Evrópulanda, en viðræður á milli aðila séu í gangi svo kerfið sem verið er að hanna og taka í notkun í Bandaríkjunum og Ástralíu, sem dæmi, muni tala við þetta miðlæga evrópska kerfi. 

mbl.is