Dræmari mæting hjá yngra fólki

Bólusetningar við Covid-19 | 15. júní 2021

Dræmari mæting hjá yngra fólki

Mæting í bólusetningu virðist vera dræmari hjá yngri kynslóðinni en þeirri eldri, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Dræmari mæting hjá yngra fólki

Bólusetningar við Covid-19 | 15. júní 2021

Mæting í bólusetningu í dag hefur verið um 60% til …
Mæting í bólusetningu í dag hefur verið um 60% til 70%. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mæting í bólusetningu virðist vera dræmari hjá yngri kynslóðinni en þeirri eldri, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

Mæting í bólusetningu virðist vera dræmari hjá yngri kynslóðinni en þeirri eldri, að sögn Ragnheiðar Óskar Erlendsdóttur, framkvæmdastjóra hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. 

„Það hefur verið um 60% til 70% mæting í bólusetningu í dag,“ segir hún. Hjá eldri kynslóðinni var mætingin um 80% en karlar fæddir 1996, konur 1992 og 2001 og allir sem eru fæddir 2003 og 2004 fengu boð í Pfizer-bólusetningu í dag.

„Þetta er að mörgu leyti svipað hlutfall að mæta og í Janssen. Það er aðeins minna hlutfall sem er að skila sér,“ segir hún en í gær voru karlar fæddir 1981, 1994, 2001 og 2002 og konur fæddar 1976, 1979, 1989, 1993 og 1997 boðaðar í bólusetningu með Janssen.

Konur fæddar 1987 fá boð í bólusetningu í hádeginu í dag. 

Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur …
Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Hún hefur nú boðað konur á fæddar 1987 í bólusetningu í slembiúrtaki. mbl.is/Árni Sæberg

Óljóst með þá sem hafa þegar smitast

Fólk sem hefur þegar smitast og er með mótefni hefur hingað til ekki fengið að mæta í bólusetningu. „Við vitum ekki hvaða efni við eigum að gefa þeim eða hversu marga skammta. Við erum að bíða eftir leiðbeiningum frá sóttvarnalækni fyrir þennan hóp,“ segir Ragnheiður.

Að öðru leyti hefur bólusetningin gengið vel í dag að sögn Ragnheiðar: „Þetta skotgengur og við hlökkum mikið til að klára þetta í næstu viku.“

Ungt fólk jákvætt gagnvart bólusetningum

Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema, segir í samtali við mbl.is að ungt fólk sé yfirhöfuð mjög jákvætt fyrir bólusetningu að hans mati og margir hverjir spenntir að fá loksins sinn fyrsta skammt.

„Ég hef ekki orðið var við neinn í kringum mig sem er neikvæður gagnvart bólusetningum. Yfirhöfuð vill ungt fólk bara klára þetta blessaða Covid,“ segir Júlíus. 

Hann telur að ungt fólk muni skila sér í bólusetninguna. „Þótt sumir séu kannski hræddir við að verða veikir daginn eftir bólusetningu og einstaka einstaklingar einfaldlega nenni ekki, þá held ég að meirihlutinn muni mæta.“

Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema.
Júlíus Viggó Ólafsson, formaður Sambands íslenskra framhaldsskólanema. Ljósmynd/Aðsend

Heldurðu að það hefði verið hægt að kynna bólusetningarnar betur fyrir ungu fólki?

„Ég held að erfitt væri að kynna bólusetningar meira en þær eru nú þegar kynntar. Það fer ekki framhjá neinum að það sé verið að bólusetja þjóðina,“ svarar hann og bætir við að þar sé ungt fólk engin undantekning.

„Einnig er fólk virkt að deila á samfélagsmiðlum þegar það er bólusett, sem er eins konar „de facto“-markaðsherferð. Við erum ekki komin í þá stöðu sem hefur komið upp annars staðar, að verðlauna þurfi fólk fyrir að koma í bólusetningu. Við erum saman í þessu, ungir sem aldnir, og unga fólkið er vart við það að nú sé komið að okkur að láta bólusetja okkur,“ segir hann að lokum.

mbl.is