Flugstjórinn átti engra annarra kosta völ

Hvíta-Rússland | 15. júní 2021

Flugstjórinn átti engra annarra kosta völ

Flugstjóri Ryanair, sem var þvingaður til lendingar í Minsk á leið sinni til Litháens, var tjáð að sprengja væri um borð í vélinni sem myndi springa yfir Litháen. Flugstjórinn fylgdi fyrirmælum flugstjórnenda í Minsk en um borð var blaðamaður­inn og stjórn­ar­and­stæðing­ur­inn Rom­an Prota­sevich ásamt unnustu sinni Sofia Sapega.

Flugstjórinn átti engra annarra kosta völ

Hvíta-Rússland | 15. júní 2021

Flugstjórendnur í Hvíta-Rússlandi sögðu Ryanair ekki svara símanum.
Flugstjórendnur í Hvíta-Rússlandi sögðu Ryanair ekki svara símanum. AFP

Flugstjóri Ryanair, sem var þvingaður til lendingar í Minsk á leið sinni til Litháens, var tjáð að sprengja væri um borð í vélinni sem myndi springa yfir Litháen. Flugstjórinn fylgdi fyrirmælum flugstjórnenda í Minsk en um borð var blaðamaður­inn og stjórn­ar­and­stæðing­ur­inn Rom­an Prota­sevich ásamt unnustu sinni Sofia Sapega.

Flugstjóri Ryanair, sem var þvingaður til lendingar í Minsk á leið sinni til Litháens, var tjáð að sprengja væri um borð í vélinni sem myndi springa yfir Litháen. Flugstjórinn fylgdi fyrirmælum flugstjórnenda í Minsk en um borð var blaðamaður­inn og stjórn­ar­and­stæðing­ur­inn Rom­an Prota­sevich ásamt unnustu sinni Sofia Sapega.

Þau voru bæði tvö handtekin við lendingu og hafa nú setið í haldi síðan þá.

Yfirmaður hjá Ryanair fullyrðir við BBC að flugmaðurinn hafi ítrekað óskað eftir sambandi við flugfélagið en flugyfirvöld Hvíta-Rússlands hafi tjáð honum að Ryanair væru einfaldlega ekki að svara símanum. Hann kallaði aðgerðir Hvít-Rússa skipulagt brot á alþjóðlegum flugrétti.

Reyndu að þvinga fram játun

Í óstaðfestum gögnum frá hvítrússneskum samgönguyfirvöldum segir að flugumferðarstjórinn hafi sagt við flugstjórann að sprengja væri um borð í vélinni sem væri hægt að sprengja yfir Litháen. Flugstjóranum var tjáð að þetta væri rauð viðvörun svo hann átti í raun engra annarra kosta völ.

Í kjölfar lendingar reyndu yfirvöld að fá áhöfnina til að fullyrða fyrir myndavélum að lendingin í Minsk hafi verið að eigin frumkvæði en áhöfnin neitaði þeirri ósk.

Fullyrðir að hvítrússneska ríkið hafi ekki gripið inn í 

Fulltrúar Ryanair kusu að tjá sig í kjölfar ummæla Igors Golub, yfirmanns flughers Hvíta-Rússlands. Golub sagði á blaðamannafundi að ríkið hafi ekki aðhafst neitt eða gripið inn í til að fá flugstjórann til að lenda vélinni. Prota­sevich var viðstaddur fundinn.

Fyrr í þessum mánuði birtist Prota­sevich útsendingu ríkissjónvarps Hvíta-Rússlands. Þar hrósaði hann forseta landsins, Alexander Lúkasjenkó, og viðurkenndi að hafa reynt að steypa honum af stóli. Mannréttindasamtök segja þessar yfirlýsingar bera merki þvingunar. 

mbl.is