Þessar afléttingar tóku gildi á miðnætti

Kórónuveiran Covid-19 | 15. júní 2021

Þessar afléttingar tóku gildi á miðnætti

Á miðnætti tóku nýjar reglur gildi um takmarkanir á samkomum innanlands. Reglurnar veita verulegan slaka en almennar fjöldatakmarkanir hækka úr 150 í 300 og eins metra reglan tekur við af tveggja metra reglunni. 

Þessar afléttingar tóku gildi á miðnætti

Kórónuveiran Covid-19 | 15. júní 2021

mbl.is/Kristinn Magnússon

Á miðnætti tóku nýjar reglur gildi um takmarkanir á samkomum innanlands. Reglurnar veita verulegan slaka en almennar fjöldatakmarkanir hækka úr 150 í 300 og eins metra reglan tekur við af tveggja metra reglunni. 

Á miðnætti tóku nýjar reglur gildi um takmarkanir á samkomum innanlands. Reglurnar veita verulegan slaka en almennar fjöldatakmarkanir hækka úr 150 í 300 og eins metra reglan tekur við af tveggja metra reglunni. 

Engar breytingar verða gerðar á fyrirkomulagi sóttvarnaaðgerða á landamærunum fyrr en 1. júlí. 

Veitingastöðum er heimilt að hleypa fólki inn til miðnættis en þurfa að loka klukkutíma síðar. Ennþá þarf að halda skrá yfir gesti og þeim skylt að bera grímu þegar eins metra nálægðartakmörkun verður ekki við komið. Ennþá verður 150 manna fjöldatakmark í hverju hólfi.

Sundstöðum er heimilt að taka við leyfilegum hámarksfjölda en þar gildir eins metra reglan. Hámarksfjöldi gesta í líkamsræktarstöðvum er 300.

300 manna hámark gildir enn í hvert sóttvarnahólf á sitjandi viðburðum eins og íþróttaleikjum, sviðslistarsýningum, ráðstefnum, fyrirlestrum og öðrum slíku. Þar mun grímuskylda einnig áfram gilda en engin krafa gerð um nándarmörk.

Afbrigði geta enn þá breytt stöðunni

214.971 hafði fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni eftir síðustu viku og áætlað að 40 þúsund manns verði bólusettir í þessari viku. 

Í minnisblaði sínu segir sóttvarnalæknir árangurinn í faraldrinum innanlands mega þakka útbreiddum bólusetningum auk einstaklingsbundinna sóttvarna. Hann ítrekar þó að veiran fyrirfinnist í samfélaginu sem og hið ytra og því þurfi að fara varlega í allar tilslakanir. Viðrar Þórólfur þar sérstaklega áhyggjur af afbrigðunum, áður kenndum við Indland og Bretland, sem nú heita alfa- og delta-afbrigði. Þess vegna er áherslan í þessum tilslökunum fremur á nándarregluna en hámarksfjölda sem má koma saman.

Reglurnar gilda að óbreyttu í tvær vikur, til 29. júní.

Fréttin hefur verið uppfærð

mbl.is