Tveir greindust innanlands - báðir utan sóttkvíar

Kórónuveiran COVID-19 | 16. júní 2021

Tveir greindust innanlands - báðir utan sóttkvíar

Tveir greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og var hvorugur þeirra í sóttkví.

Tveir greindust innanlands - báðir utan sóttkvíar

Kórónuveiran COVID-19 | 16. júní 2021

Fólk á leið í sýnatöku við Suðurlandsbraut.
Fólk á leið í sýnatöku við Suðurlandsbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tveir greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og var hvorugur þeirra í sóttkví.

Tveir greindust með kórónuveirusmit innanlands í gær og var hvorugur þeirra í sóttkví.

Í tilkynningu frá almannavörnum kemur fram að smitin greindust hjá ferðamönnum á heimleið.

Vel gekk að rekja ferðir þeirra og fór enginn í sóttkví vegna þeirra.

49,1% af íbúum Íslands eldri en 16 ára eru núna fullbólusettir.

Dagskrá bólusetninga í vikunni

Grafík af covid.is

Í tilkynningu frá almannavörnum í gær var greint frá nýju fyrirkomulagi varðandi uppfærslu Covid-talna. Vegna góðs árangurs í baráttu við veiruna verður tölulega síðan á Covid.is uppfærð á mánudögum og fimmtudögum. Vegna 17. júní verður hún þó uppfærð á föstudaginn. Frá og með 1. júlí verða tölurnar uppfærðar einu sinni í viku, eða á fimmtudögum. 

Ein und­an­tekn­ing er á þessu nýja verklagi, því ef kór­ónu­veiru­smit grein­ist utan sótt­kví­ar verða þær upp­lýs­ing­ar send­ar út, rétt eins og gert var núna í morgun. 

mbl.is