Um 3.500 hafa sótt Covid-passann

Bólusetningar við Covid-19 | 16. júní 2021

Um 3.500 hafa sótt Covid-passann

Tæplega 3.500 manns hafa sótt Covid-passann svokallaða, rafrænt vottorð fyrir bólusetningu gegn Covid-19. 

Um 3.500 hafa sótt Covid-passann

Bólusetningar við Covid-19 | 16. júní 2021

Nú er hægt að nálg­ast rafrænt vott­orð fyr­ir bólu­setn­ingu gegn …
Nú er hægt að nálg­ast rafrænt vott­orð fyr­ir bólu­setn­ingu gegn Covid-19 á Heilsuveru. Um hádegisbil höfðu um 3.500 manns nálgast vottorðið en það er aðgengilegt sjö dögum frá lokum bólusetningar. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tæplega 3.500 manns hafa sótt Covid-passann svokallaða, rafrænt vottorð fyrir bólusetningu gegn Covid-19. 

Tæplega 3.500 manns hafa sótt Covid-passann svokallaða, rafrænt vottorð fyrir bólusetningu gegn Covid-19. 

Vottorðið er aðgengilegt á Heilsuveru og tók gildi seint í gærkvöldi. Töluverð eftirvænting virðist hafa verið eftir QR-kóðakerfinu en um hádegisbil höfðu 3.419 sótt sér vottorð samkvæmt upplýsingum frá Inga Steinari Ingasyni, sviðsstjóra rafrænna lausna hjá embætti landlæknis. „Ég veit ekki hvort allir þessir eru að fara til útlanda í næstu viku eða hvort menn eru bara að prófa,“ segir hann í samtali við mbl.is. 

Vottorðið tekur gildi sjö dögum frá lokum bólusetningar. Það gæti þó breyst þar sem stefnan er að hafa sömu viðmið og önnur Evrópulönd. 

Ingi Steinar Ingason, sviðsstjóri ra­f­rænna lausna hjá embætti land­lækn­is.
Ingi Steinar Ingason, sviðsstjóri ra­f­rænna lausna hjá embætti land­lækn­is. mbl.is/RAX

Í næstu viku verður hægt að nálgast QR-kóða fyrir vottorð vegna fyrri sýk­ing­ar af Covid-19 að sögn Inga Steinars. 

Um er að ræða til­raun­averk­efni Evr­ópu­sam­bands­ins með sam­ræmt dul­kóðað vott­orðakerfi. Kerfið hefur ýmsa kosti og mun það til dæmis stytta af­greiðslu­tíma á flug­völl­um og koma algjör­lega í veg fyr­ir föls­un á vott­orðum.

mbl.is