Öllum frjálst að koma í næstu viku

Bólusetningar við Covid-19 | 18. júní 2021

Öllum frjálst að koma í næstu viku

„Við vitum ekki alveg hver þörfin verður fyrir þá sem eiga strikamerki en hafa ekki komið einhverra hluta vegna,“ segir Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, en í næstu viku ættu allir að vera komnir með boð í fyrstu bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu.

Öllum frjálst að koma í næstu viku

Bólusetningar við Covid-19 | 18. júní 2021

Allir ættu að vera komnir með boð í fyrstu bólusetningu …
Allir ættu að vera komnir með boð í fyrstu bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Við vitum ekki alveg hver þörfin verður fyrir þá sem eiga strikamerki en hafa ekki komið einhverra hluta vegna,“ segir Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, en í næstu viku ættu allir að vera komnir með boð í fyrstu bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu.

„Við vitum ekki alveg hver þörfin verður fyrir þá sem eiga strikamerki en hafa ekki komið einhverra hluta vegna,“ segir Ragn­heiður Ósk Er­lends­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri hjúkr­un­ar hjá Heilsu­gæslu höfuðborg­ar­svæðis­ins, en í næstu viku ættu allir að vera komnir með boð í fyrstu bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu.

„Eftir klukkan 14 á þriðjudaginn er öllum boðið í Janssen bólusetningu og eftir klukkan 15 á miðvikudaginn í Pfizer,“ segir Ragnheiður og nefnir að verið sé að renna blint í sjóinn því ekki er vitað hversu mikill áhugi og þörf sé. „Við eigum alla vega einhverja skammta þarna eftir bæði í Janssen og Pfizer.

Bólusett verður með Janssen á þriðjudaginn, Pfizer á miðvikudaginn og seinni AstraZeneca-bólusetning á fimmtudeginum. Ragnheiður segir að í vikunni þar á eftir verði um endurbólusetningu að ræða. 

mbl.is