Vilja afnema sóttkvína

Ferðamenn á Íslandi | 18. júní 2021

Vilja afnema sóttkvína

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist vona að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin fljótlega.

Vilja afnema sóttkvína

Ferðamenn á Íslandi | 18. júní 2021

Bjarnheiður Hallsdóttir.
Bjarnheiður Hallsdóttir. mbl.is/RAX

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist vona að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin fljótlega.

Bjarnheiður Hallsdóttir, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar, segist vona að sóttkví við komuna til landsins verði afnumin fljótlega.

Opnað var fyrir komu bólusettra ferðamanna frá löndum utan EES/EFTA-svæðisins hinn 6. apríl. Ferðamenn sem eru bólusettir eða með vottorð um fyrri sýkingu fara nú í eina sýnatöku á landamærum fram að 1. júlí.

Óbólusettir ferðamenn frá EES/EFTA-löndum, aðrir en þeir sem koma frá Grænlandi, þurfa að sýna neikvætt PCR-próf, fara í tvær sýnatökur og sæta sóttkví í fimm daga.

„Þegar það var opnað 6. apríl fyrir bólusetta ferðamenn utan Schengen byrjuðu Ameríkanar að tínast til landsins. Það eru aðallega þeir sem hafa verið á ferðinni í einhverjum mæli síðustu vikurnar. Síðan er núna farið að bera töluvert meira á Evrópubúum,“ segir Bjarnheiður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is