Á hóteli með forréttindafólki að veiða villidýr

Á ferðalagi | 20. júní 2021

Á hóteli með forréttindafólki að veiða villidýr

Lára Jónasdóttir er fertug ung kona alin upp að mestu í Ártúnsholtinu. Hún gekk í Árbæjarskóla og eftir það tóku við fjögur æðisleg ár í Menntaskólanum við Sund þar sem hún stundaði nám á náttúrufræðibraut. Lára er með bakkalársgráðu frá Háskóla Íslands þar sem hún lauk gráðu í félagsfræði og stjórnmálafræði. Hún er með meistarapróf í alþjóðastjórnmálum, með áherslu á átaka- og friðarfræði. Í dag starfar Lára sem framkvæmdastjóri í Svefnbyltingunni í Háskólanum í Reykjavík.

Á hóteli með forréttindafólki að veiða villidýr

Á ferðalagi | 20. júní 2021

Jemen.
Jemen.

Lára Jónasdóttir er fertug ung kona alin upp að mestu í Ártúnsholtinu. Hún gekk í Árbæjarskóla og eftir það tóku við fjögur æðisleg ár í Menntaskólanum við Sund þar sem hún stundaði nám á náttúrufræðibraut. Lára er með bakkalársgráðu frá Háskóla Íslands þar sem hún lauk gráðu í félagsfræði og stjórnmálafræði. Hún er með meistarapróf í alþjóðastjórnmálum, með áherslu á átaka- og friðarfræði. Í dag starfar Lára sem framkvæmdastjóri í Svefnbyltingunni í Háskólanum í Reykjavík.

Lára Jónasdóttir er fertug ung kona alin upp að mestu í Ártúnsholtinu. Hún gekk í Árbæjarskóla og eftir það tóku við fjögur æðisleg ár í Menntaskólanum við Sund þar sem hún stundaði nám á náttúrufræðibraut. Lára er með bakkalársgráðu frá Háskóla Íslands þar sem hún lauk gráðu í félagsfræði og stjórnmálafræði. Hún er með meistarapróf í alþjóðastjórnmálum, með áherslu á átaka- og friðarfræði. Í dag starfar Lára sem framkvæmdastjóri í Svefnbyltingunni í Háskólanum í Reykjavík.

Lára hefur verið búsett erlendis síðan 2009 en flutti til Íslands í lok síðasta árs. Hún hefur starfað um árabil fyrir Lækna án landamæra en hún fór í sitt fyrsta verk-efni á þeirra vegum árið 2013 í Afganistan. Frá þeim tíma hefur hún farið reglulega í verkefni á vegum MSF og Sameinuðu þjóðanna og var búsett í Sydney síðustu ár þar sem hún starfaði sem verkefnastýra Lækna án landamæra í Asíu. Lára er því öllu vön þegar kemur að ferðalögum og hefur ferðast víða. Blaðamaður heyrði í henni og fékk að forvitnast um hvað hafi staðið upp úr á hennar ferðalagi.

Hvert er eftirminnilegasta ferðalagið þitt?

„Það sem er mér nú efst í huga er líklega síðasta ferðalagið fyrir Covid sem var til Vanúatú með Róberti Pálmasyni frænda mínum. Ferðalagið var skipulagt degi fyrir brottför frá Sydney þar sem ég átti heima, við bókuðum okkur í tvær nætur á pínulitla eyju sem hýsti sína gesti sem allir voru á leið í köfunarferðir. Við lengdum dvöl okkar þar um þrjár nætur á endanum og köfuðum alla daga tvisvar á dag. Það var guðdómlegt og við kynntumst fjölda fólks sem við köfuðum með á hverjum degi. Það fylgir því svo mikil ró og djúp gleði að kafa, en á endanum urðum við að hætta svo við gætum tekið flugið heim. Síðustu dagar ferðarinnar fóru í að kynnast öðrum stöðum í eyjaklasanum sem Vanúatú er, sjá meira um sögu fólksins og eyjanna sem er afar áhugaverð,“ segir Lára.

Vanúatú.
Vanúatú. Ljósmynd/Róbert Pálmason

„Annað allt öðruvísi, en uppáhaldsferðalag, er stutt ferð til Tblisi í Georgíu, það var alveg tryllt. Borgin buguð af sögu, vínið og maturinn alveg í hæsta gæðaflokki og svo aðgengileg. Það er svo gaman að koma á staði sem koma manni sífellt á óvart og það gerði Georgía svo sannarlega“

Tblisi í Georgíu.
Tblisi í Georgíu.

Hefur þú lent í einhverju hættulegu?

„Þar sem ég hef ferðast mikið til átakasvæða vegna vinnu minnar hef ég ekki sóst mikið eftir hættuferðum þegar ég er í fríum. Ætli það hættulegasta sem ég hef lent í sé ekki þegar ég og vinkona mín lentum í smá rifrildi við fullan eiganda gistiheimilis í Glasgow eða þegar breskir landamæraverðir ætluðu að handtaka mig þegar ég var á leið í frí til London eftir dvöl í Afganistan, þeim fannst ég ekki trúverðug að vera koma í frí til Bretlands og tóku vegabréfið af mér í nokkra tíma. Ég var svo úrvinda af þreytu að ég hafði ekki orku í að röfla við þá um tilgang veru minnar í Afganistan. Þannig að ég beið eftir að þeir öfluðu gagna um mig og auðvitað stóðst allt sem ég hafði sagt þeim og þeir hleyptu mér inn í landið.“

Jemen.
Jemen.

Hver er leiðinlegasti staðurinn sem þú hefur ferðast til?

„Líklega er það Frankfurt, en það er kannski leiðinleg minning því ég veiktist en vinkonur mínar, Heiðrún og Guðrún, sem ég var að ferðast með veiktust ekki og skemmtu sér konunglega meðan ég sat föst á hótelinu í sjálfsvorkunn. Sá ekkert af borginni nema út um gluggann og fékk að heyra sögurnar frá stelpunum.

Fyrir löngu fór ég til Dar-es-Salam í Tansaníu en þá var ég í nokkra mánaða ferð þar í landi. Þetta var fyrir tíma aðgengilegs internets svo ég vissi ekkert hvað ég átti að gera, og endaði á að gera eiginlega ekki neitt nema hanga á hóteli með hvítu forréttindafólki sem hafði komið til Tansaníu að veiða villidýr.“

Hver er uppáhaldsborgin þín?

„Akkúrat núna sakna ég Sydney ógurlega enda nýflutt þaðan aftur til Reykjavíkur, það er borg sem hefur allt sem þarf til að lifa góðu lífi. Sem borg er Sydney svo alþjóðleg og fjölbreytt að manni finnst eins og hægt sé að ferðast milli heimsálfa bara með því að fara á milli borgarhluta. Frá Grikklandi til Víetnam á 100 metrum. En hins vegar held ég að borgin sem ég geti heimsótt aftur og aftur sé Berlín. Sem borg þá er Berlín kannski smá eins og ég, ég elska þýska skipulagið en fjölmenninguna og fjölbreytnina sem borgin hefur líka. Á eftir Berlín er Beirút líklega uppáhaldið mitt en þar bjó ég um tíma, þar er ringulreiðin aðeins meiri en borgin er bara með einhvern ólýsanlegan kraft enda var hún oft kölluð París Mið-Austurlanda.“

Lára í Sydney ásamt ferðafélaga.
Lára í Sydney ásamt ferðafélaga.

Besti maturinn sem þú hefur fengið á ferðalagi?

„Mexíkóborg, þar var það ekki bara maturinn heldur líka fjölbreytnin. Hræódýr götubiti sem var alveg jafn góður og Michelin-stjörnuveitingastaðir. Matarupplifun í heild sinni einstök ásamt góðu víni og saklausum bjór til að svala sér á í hitanum.

Ég hef heimsótt Myanmar tvisavar og hef þá alltaf orðið jafn hissa á dýrindsmatarmenningunni sem þar er. Það er svo góð blanda af taílenskum og kínverskum mat, en líka mikil áhrif frá Bangladesh. Í raun er Myanmar landið sem ég held næst hjarta mínu af þeim stöðum sem ég hef heimsótt. Enda efast ég ekki um að landið væri vinsælla ferðamannaland en Taíland ef það væri ekki fyrir þau endalausu átök sem eru í landinu.

Mexíkó.
Mexíkó.
Hjónin Þórólfur Jarl Þórólfsson og Lára ásamt fjölskyldu.
Hjónin Þórólfur Jarl Þórólfsson og Lára ásamt fjölskyldu.

Hvernig verður fyrsta utanlandsferðin þín eftir kóvið?

„Fyrir kóvið átti ég bókaðar ferðir bæði til Nýja-Sjálands og Suður-Kóreu sem að sjálfsögðu voru svo afbókaðar, svo mér finnst kóvið skulda mér ferðir til þessara landa en það þarf líklegast að bíða betri tíma. Í miðju kóvið sumarið 2020 fór ég í vinnuferð til Jemen og endaði á að vera föst í Dúbaí í viku og naut þess aðeins þótt það hafi verið þreytandi, svo í raun er ekkert svo langt síðan ég hef ferðast. Núna er líka bara hálft ár síðan ég flutti heim svo ég er kannski ekkert ferðaþyrst líkt og aðrir. En ég væri til í stórborgarferð til meginlandsins, kaupa gott kaffi, rölta um í sumarhita og fá sér léttan öl í eftirmiðdaginn. Horfa á fólk og njóta.“

Líbanon.
Líbanon.

Eru einhver ferðalög fyrirhuguð í sumar?

„Þar sem ég hef búið erlendis lengi hef ég lítið ferðast innanlands og ekki prófað alla þessa nýju flottu baðstaði sem eru nú úti um allt, ætli ég reyni ekki að prófa þá enda tel ég að sundmenning Íslendinga sé það sem heldur í okkur lífinu. Nýlega hef ég tekið upp sjósund svo mig langar að finna góða staði fyrir utan Reykjavík til að kæla mig á. Mikið væri gaman ef það væru fleiri staðir sem hefðu gufu við sjóinn.“

mbl.is