Klúbbar opna í Madríd og Barcelona en Ibiza bíður

Kórónuveiran Covid-19 | 21. júní 2021

Klúbbar opna í Madríd og Barcelona en Ibiza bíður

Næturklúbbar munu opna á ný í mörgum landshlutum Spánar, þar á meðal í höfuðborginni Madríd og í Barcelona. Þetta staðfestu yfirvöld þar í landi í dag en smitum þar fer nú fækkandi.

Klúbbar opna í Madríd og Barcelona en Ibiza bíður

Kórónuveiran Covid-19 | 21. júní 2021

Næturklúbbur. Nú fara Spánarbúar að setja sig í stellingar til …
Næturklúbbur. Nú fara Spánarbúar að setja sig í stellingar til að undirbúa opnun næturklúbba í stórborgum á borð við Madríd og Barcelona. Djammþyrstir íbúar Ibiza þurfa aftur á móti að bíða. AFP

Næturklúbbar munu opna á ný í mörgum landshlutum Spánar, þar á meðal í höfuðborginni Madríd og í Barcelona. Þetta staðfestu yfirvöld þar í landi í dag en smitum þar fer nú fækkandi.

Næturklúbbar munu opna á ný í mörgum landshlutum Spánar, þar á meðal í höfuðborginni Madríd og í Barcelona. Þetta staðfestu yfirvöld þar í landi í dag en smitum þar fer nú fækkandi.

Í ágúst í fyrra fyrirskipuðu spænsk stjórnvöld að loka skyldi öllum næturklúbbum landsins þegar Covid-19-smitum fór fjölgandi. Nú hefur staðan hins vegar batnað til muna og munu klúbbar í þeim landshlutum þar sem smittölur eru lægstar opna á ný.

Enn verða þó einhverjar takmarkanir til staðar, til að mynda fjöldatakmarkanir og styttur afgreiðslutími, til að hamla útbreiðslu faraldursins.

Mismunandi reglur eftir svæðum

Í norðausturhluta Katalóníu, þar sem finna má borgina Barcelona, gefst eigendum næturklúbba tækifæri á því að hleypa inn helmingi þess fólks sem venjulega er leyfi fyrir og geta þeir verið opnir til hálf-fjögur eftir miðnætti.

Þá mega ekki fleiri en sex manns vera saman innandyra í öllu héraðinu og ekki fleiri en tíu utandyra samkvæmt yfirvöldum Katalóníu.

Í Madríd mega skemmtistaðir og næturklúbbar hins vegar aðeins opna þau svæði sem eru utandyra og hafa opið til þrjú eftir miðnætti.

Á Balear-eyjum, þar sem finna má meðal annars eyjuna Ibiza sem þekkt er fyrir mikið og tryllt næturlíf, verða næturklúbbar áfram lokaðir.

Almennri grímuskyldu utandyra verður einnig aflétt á Spáni næsta laugardag. Vel gengur með bólusetningu þar í landi en nú hefur um einn af hverjum þremur hlotið fulla bólusetningu, eða um 29 prósent, auk þess sem helmingur þjóðarinnar hefur nú fengið að minnsta kosti einn skammt.

mbl.is