Protasevich og Sapega færð í stofufangelsi

Hvíta-Rússland | 25. júní 2021

Protasevich og Sapega færð í stofufangelsi

Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Protasevich og kærasta hans, Sofia Sapega, hafa verið færð í stofufangelsi að sögn fjölskyldu parsins.

Protasevich og Sapega færð í stofufangelsi

Hvíta-Rússland | 25. júní 2021

Sofia Sapega og Roman Protasevich.
Sofia Sapega og Roman Protasevich. AFP

Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Protasevich og kærasta hans, Sofia Sapega, hafa verið færð í stofufangelsi að sögn fjölskyldu parsins.

Hvítrússneski blaðamaðurinn Roman Protasevich og kærasta hans, Sofia Sapega, hafa verið færð í stofufangelsi að sögn fjölskyldu parsins.

Prota­sevich og Sapega voru hand­tek­inn í Minsk í maí eft­ir að farþegaþot­unni sem þau voru farþegar í var gert að lenda þar á leið frá Aþenu til Vilnius.

Í gær sást parið í almenningsgarði í Minsk með myndavélateymi sem stjórnarandstæðingar segja vera tilraun til áróðursherferðar yfirvalda í Hvíta-Rússlandi.

Eftir að þau voru handtekin hafa þau bæði birst í útsendingum rík­is­sjón­varps Hvíta-Rúss­lands þar sem þau viðurkenna brot sín. 

Protasevich og Sapega eru meðal annars ákærð fyrir að hafa efnt til óreiða. Protasevich gæti átt yfir höfði sér allt að 15 ára fang­elsi verði hann sak­felld­ur.

Frétt á vef BBC

mbl.is