„Lítur betur út en 2019“

Ferðamenn á Íslandi | 28. júní 2021

„Lítur betur út en 2019“

Ferðasumarið fer vel af stað hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu að sögn Rannveigar Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, í samtali við mbl.is. Markmiðið sé að komast á sama stað og og fyrirtækið var fyrir heimsfaraldurinn á þremur til fjórum árum og segist hún bjartsýn á framhaldið.

„Lítur betur út en 2019“

Ferðamenn á Íslandi | 28. júní 2021

„En eins og þetta lítur út í dag og ef …
„En eins og þetta lítur út í dag og ef það gerist ekkert neikvætt á næstu vikum og mánuðum þá erum við að horfa upp á ótrúlega gott haust og vetur.“ mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ferðasumarið fer vel af stað hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu að sögn Rannveigar Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, í samtali við mbl.is. Markmiðið sé að komast á sama stað og og fyrirtækið var fyrir heimsfaraldurinn á þremur til fjórum árum og segist hún bjartsýn á framhaldið.

Ferðasumarið fer vel af stað hjá hvalaskoðunarfyrirtækinu Eldingu að sögn Rannveigar Grétarsdóttur, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, í samtali við mbl.is. Markmiðið sé að komast á sama stað og og fyrirtækið var fyrir heimsfaraldurinn á þremur til fjórum árum og segist hún bjartsýn á framhaldið.

„Það lítur alveg ótrúlega vel út seinni part sumars og veturinn. Við bara höfum ekki undan að bóka,“ segir Rannveig.

„Við erum að horfa á það að eftir júlí þá lítur þetta betur út en 2019 ef allt gengur eftir,“ segir hún.

Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar.
Rannveig Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Eldingar. Ljósmynd/Aðsend

Hún vilji þó ekki hrósa happi of snemma.

„Maður var bara á sama stað svo sem í fyrra, þá voru bókanirnar farnar svo vel af stað þarna um miðjan júlí. Svo náttúrulega lokaði allt. Það þarf lítið til,“ segir hún en bætir við að hún sé bjartsýn fyrir komandi tímum.

En eins og þetta lítur út í dag og ef það gerist ekkert neikvætt á næstu vikum og mánuðum þá erum við að horfa upp á ótrúlega gott haust og vetur. Þannig að við erum bara jákvæð,“ segir hún.

Spurð að því frá hvaða þjóðum flestar bókanir komi segir hún þetta vera mest Bandaríkjamenn, svolítið af Ísraelum. „Síðan eru Þjóðverjar farnir að koma,“ segir hún en lítið er um bókanir Breta fyrir sumarið.

„Bretarnir eru ekki mikið farnir að koma en fyrir veturinn eru þeir að bóka svolítið mikið,“ segir hún en norðurljósaferðir eru vinsælar meðal Breta.

Draumurinn væri að fá alla til baka

Spurð út í starfsmannamál segist hún hafa þurft að segja öllum upp á sínum tíma. „Ég var bara með nokkra í tilfallandi vinnu til að passa bátana þegar það var vont verður,“ segir hún og segir að það muni taka tíma að vinna sig upp að nýju.

„Við hjá Eldingu vorum eitthvað á milli 50-60. Núna erum við orðin held ég 15 og erum að bæta við. Ég held að við séum að bæta við svona tíu manns á næstu tveimur til þremur vikum. Síðan smám saman eykst þetta. Við tökum stöðuna,“ segir hún.

„Auðvitað viljum við bara helst fá sama fólk og var áður,“ segir hún, en margt þeirra fór í aðra vinnu þegar heimsfaraldurinn skall á í fyrra.

Rannveig segist búast við að flestir bátarnir verði komnir á …
Rannveig segist búast við að flestir bátarnir verði komnir á haffæri í lok júlí eða byrjun ágúst. mbl.is/Golli

Þá býst hún við því að flestir bátarnir verði komnir á haffæri í lok júlí eða byrjun ágúst. Það er bara verið að bæta við án þess að gera þetta of hratt. „Það eru auðvitað allir hræddir um að það komi bakslag.“

„En yfir höfuð lítur þetta bara mjög vel út,“ segir hún. „Auðvitað þarf að vanda þessi fyrstu skref og passa að fara ekki of hratt af stað en vera samt tilbúin að taka á móti þegar straumurinn kemur.“

Flestir sem bóka eru Bandaríkjamenn að sögn Rannveigar en lítið …
Flestir sem bóka eru Bandaríkjamenn að sögn Rannveigar en lítið er um bókanir Breta fyrir sumarið. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is