Hlutverk Protasevich einungis að lifa af

Hvíta-Rússland | 2. júlí 2021

Hlutverk Protasevich einungis að lifa af

„Þeir hafa leikið sér að trú Protasevich. Hann hefur verið neyddur til þess að lofa stjórnarhætti Lúkasjenkós opinberlega. Við vitum hins vegar hvernig slík játning er fengin fram,“ segir Svetlana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Hvíta-Rússlandi, í samtali við mbl.is, en hún er hér á landi í boði utanríkisráðherra. 

Hlutverk Protasevich einungis að lifa af

Hvíta-Rússland | 2. júlí 2021

Svetlana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi.
Svetlana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Hvíta-Rússlandi. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Þeir hafa leikið sér að trú Protasevich. Hann hefur verið neyddur til þess að lofa stjórnarhætti Lúkasjenkós opinberlega. Við vitum hins vegar hvernig slík játning er fengin fram,“ segir Svetlana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Hvíta-Rússlandi, í samtali við mbl.is, en hún er hér á landi í boði utanríkisráðherra. 

„Þeir hafa leikið sér að trú Protasevich. Hann hefur verið neyddur til þess að lofa stjórnarhætti Lúkasjenkós opinberlega. Við vitum hins vegar hvernig slík játning er fengin fram,“ segir Svetlana Ts­íkanovskaja, leiðtogi stjórn­ar­and­stöðunn­ar í Hvíta-Rússlandi, í samtali við mbl.is, en hún er hér á landi í boði utanríkisráðherra. 

Ts­íkanovskaja segir að blaðamaðurinn Roman Protasevich hafi fyrir víst verið pyntaður og honum ógnað með öryggi kærustu hans og fjölskyldu. Prota­sevich og kærasta hans, Sofia Sapega, voru hand­tek­in í Minsk í maí eft­ir að farþegaþot­unni sem þau voru farþegar í var gert að lenda þar á leið frá Aþenu til Vilnius. 

Sofia Sapega og Roman Protasevich.
Sofia Sapega og Roman Protasevich. AFP

„Við kennum Roman hins vegar alls ekki um ummæli sín þar sem við skiljum hvað hann hefur þurft að ganga í gegnum. Hlutverk hans núna er einungis að lifa af, sem getur verið mjög erfitt í fangelsum Hvíta-Rússlands. Yfirvöld þar vilja að við kennum honum um ummæli hans og að stjórnarandstaðan líti á hann sem svikara en það er ekki raunveruleikinn.“

Protasevich hefur verið færður í stofufangelsi og segir Tsíkanovskaja að eftirlit með honum sé strangt. „Hann býr alls ekki við frelsi og er haldið sem gísli undir öðrum kringumstæðum en í fangelsi.“

Tsíkanovskaja segist ekki vita hvað yfirvöld í Hvíta-Rússlandi séu að láta Protasevich gera nú en hann hefur ekki birst opinberlega í nokkrar vikur.

mbl.is