Stjórnarandstæðingur í 14 ára fangelsi

Hvíta-Rússland | 6. júlí 2021

Stjórnarandstæðingur í 14 ára fangelsi

Hvítrússneski stjórnarandstæðingurinn og fyrrverandi bankastjórinn Viktor Babaryko hefur hlotið 14 ára fangelsisdóm fyrir mútuþægni og peningaþvætti. Babaryko segir ákærurnar hins vegar vera uppspuna til þess að meina honum að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Alexander Lukashenko, í kosningum landsins í fyrra.

Stjórnarandstæðingur í 14 ára fangelsi

Hvíta-Rússland | 6. júlí 2021

Viktor Babaryko hefur hlotið 14 ára fangelsisdóm.
Viktor Babaryko hefur hlotið 14 ára fangelsisdóm. AFP

Hvítrússneski stjórnarandstæðingurinn og fyrrverandi bankastjórinn Viktor Babaryko hefur hlotið 14 ára fangelsisdóm fyrir mútuþægni og peningaþvætti. Babaryko segir ákærurnar hins vegar vera uppspuna til þess að meina honum að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Alexander Lukashenko, í kosningum landsins í fyrra.

Hvítrússneski stjórnarandstæðingurinn og fyrrverandi bankastjórinn Viktor Babaryko hefur hlotið 14 ára fangelsisdóm fyrir mútuþægni og peningaþvætti. Babaryko segir ákærurnar hins vegar vera uppspuna til þess að meina honum að bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, Alexander Lukashenko, í kosningum landsins í fyrra.

Babaryko var talinn sigurstranglegur en var handtekinn áður en kosningabaráttan hófst. Hann hefur ávallt haldið fram sakleysi sínu en Babaryko hefur ekki þann kost að áfrýja dóminum. Lögmaður Babaryko segist ætla að fara með málið fyrir mannréttindaráð Sameinu þjóðanna.

Bresk og bandarísk stjórnvöld hafa fordæmt fangelsisdóminn.

Frétt á vef BBC

mbl.is