Handteknir í móttöku Útlendingastofnunar

Flóttafólk á Íslandi | 7. júlí 2021

Handteknir í móttöku Útlendingastofnunar

Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir af lögreglu í móttöku Útlendingastofnunar í gær. Samtökin Refugees in Iceland segja að mennirnir hafi verið handteknir af mikilli hörku og beittir ofbeldi. Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að afla upplýsinga um málið. 

Handteknir í móttöku Útlendingastofnunar

Flóttafólk á Íslandi | 7. júlí 2021

Myndir náðust af handtökunni.
Myndir náðust af handtökunni. Ljósmynd/Refugees In Iceland

Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir af lögreglu í móttöku Útlendingastofnunar í gær. Samtökin Refugees in Iceland segja að mennirnir hafi verið handteknir af mikilli hörku og beittir ofbeldi. Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að afla upplýsinga um málið. 

Tveir palestínskir hælisleitendur voru handteknir af lögreglu í móttöku Útlendingastofnunar í gær. Samtökin Refugees in Iceland segja að mennirnir hafi verið handteknir af mikilli hörku og beittir ofbeldi. Rauði krossinn á Íslandi vinnur nú að því að afla upplýsinga um málið. 

Í færslu Refugees in Iceland kemur fram að mennirnir hafi komið í húsnæði Útlendingastofnunar í góðri trú þar sem stofnunin hafi boðið þeim að koma og sækja bólusetningarskírteini. Við komu mannanna hafi starfsfólk Útlendingastofnunar hringt á lögreglu, sem hafi síðan komið á sex lögreglubifreiðum ásamt sérsveit. Mönnunum hafi þá verið greint frá því að flytja ætti þá úr landi til Grikklands og þeir síðan handteknir. 

Samtökin greina einnig frá því að vitni að handtökunni hafi tekið það upp á síma, en lögregla tekið tækið af honum og eytt myndefninu. Þá kemur einnig fram í færslunni að mennirnir hafi fengið rafstuð og verið sprautaðir niður af lögreglu. Annar mannanna sé með flogaveiki og andlega veikur og að blætt hafi úr honum. 

Í færslu Semu Erlu Serdar á Facebook kemur fram að ekkert hafi spurst til mannanna frá handtökunni. Þá segir Sema að framferði lögreglu verði tilkynnt til nefndar um eftirlit með lögreglu. 

Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri hjálpar- og mannúðarsviðs Rauða krossins, segir samtökin hafa litlar upplýsingar um atvikið að svo stöddu. Unnið sé að því að afla frekari upplýsinga. 

mbl.is