Markmiðið að koma í veg fyrir alvarleg veikindi

Bólusetningar við Covid-19 | 7. júlí 2021

Markmið bóluefna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi

„Mikilvægasti eiginleiki bóluefnanna og sú vörn sem er mikilvægust, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið, er að fólk veikist ekki alvarlega og þurfi í fáum tilfellum að leggjast inn á sjúkrahús,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala.

Markmið bóluefna að koma í veg fyrir alvarleg veikindi

Bólusetningar við Covid-19 | 7. júlí 2021

Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum á Landspítala og prófessor við …
Magnús Gottfreðsson, sérfræðingur í smitsjúkdómalækningum á Landspítala og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands. Ljósmynd/Kristinn Ingvarsson

„Mikilvægasti eiginleiki bóluefnanna og sú vörn sem er mikilvægust, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið, er að fólk veikist ekki alvarlega og þurfi í fáum tilfellum að leggjast inn á sjúkrahús,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala.

„Mikilvægasti eiginleiki bóluefnanna og sú vörn sem er mikilvægust, bæði fyrir einstaklinginn og samfélagið, er að fólk veikist ekki alvarlega og þurfi í fáum tilfellum að leggjast inn á sjúkrahús,“ segir Magnús Gottfreðsson, prófessor í smitsjúkdómum og yfirlæknir á Landspítala.

Heilbrigðisráðuneyti Ísraels greindi frá því í vikunni að bóluefnið Pfizer veitti 64% virkni gegn smiti af Delta-afbrigðinu í Ísrael. Vakti ráðuneytið þó athygli á að bóluefnið veiti samt sem áður 93% vörn gegn alvarlegum einkennum.

Magnús segir greiningu þeirra vera aðeins öðruvísi en annars staðar. „Tölur um vörn bóluefna koma frá mörgum mismunandi löndum með mismunandi aðferðafræði eins og fólk er orðið vant í þessari umræðu,“ segir Magnús.

Telja einkennalausa með

„Þetta er frekar flókið og maður þarf að rýna í tölurnar og á hverju skilgreiningin byggir á vörn borið saman við ekki vörn. Vinnubrögð Ísraelsmanna eru til dæmis aðeins önnur, en þeir hafa verið að skima fólk mjög mikið í kringum alla sem greinast, svolítið svipað og við höfum gert hér. Þannig að ef það kemur upp smit í samfélaginu hjá þeim þá fara þeir með strokpinna og taka sýni frá býsna mörgum einstaklingum í umhverfinu. Ef einhver í þeim hópi reynist vera með veiruna, jafnvel þótt hann sé einkennalaus, þá er það flokkað sem smit,“ segir Magnús og bætir við að með öðrum orðum ef leitað sé mjög ítarlega að einstaklingum sem séu með jákvætt próf en eru allir einkennalausir þá hefur það þau áhrif á útreikninga, líkt og talan um útreiknaða vörn Pfzifer gegn Delta-afbrigðinu reynist vera lægri en ella hefði verið ef eingöngu hefði verið teknar strokur af þeim sem sýna einkenni.

„Það sem ég held að sé nokkur samstaða um er að miða ekki endilega við fjölda greininga eða einstaklinga með jákvæð PCR-próf heldur frekar skoða áhrif bólusetninganna á innlagnir á sjúkrahús og alvarleg veikindi,“ segir Magnús.

„Ef menn fara að skilgreina vandamálið á þennan mjög svo opna hátt, að þeir gangi um með strokpinna og taki sýni og segi að einstaklingurinn hafi fengið bólusetningu en sé samt að greinast með Covid-19, og skrái því smitið sem tilfelli þrátt fyrir að einstaklingurinn sé einkennalaus, hefur það í för með sér að vörnin virðist vera lægri,“ segir Magnús.

Hver er helsta ástæða þess að mismunandi bóluefni veita mismunandi vörn gegn afbrigðunum?

„Þetta skýrist af bindigetu þeirra mótefna sem framkallast í kjölfar bólusetningarinnar. Annars vegar er það tengt þeirri forskrift sem er í bóluefninu og ef veiran breytist síðan í millitíðinni og sérstaklega á þessum krítísku stöðum þar sem hlutleysandi áhrif mótefnanna eru hvað mikilvægust, getur viðkomandi bóluefni misst sína vörn. Ef veiran myndar flóttaafbrigði eða nær að breyta sér þannig að bindistyrkur eða hlutleysandi styrkur ónæmissvarsins er ófullnægjandi þá hefur hún möguleika á að leika aftur lausum hala,“ segir Magnús.

Hann nefnir einnig að ónæmissvar fólks er mismunandi. „Við vitum að sumir mynda mun lakara ónæmissvar svo sem þeir sem eru eldri og þeir sem eru á ónæmisbælandi lyfjum o.s.frv. Þá sér maður greinilega að það eru alltaf einhverjir sem mynda ekki mótefnasvar og mögulega þarf þá að bólusetja oftar.“

mbl.is