Hafa heimild til að greiða heimfararstyrki

Flóttafólk á Íslandi | 8. júlí 2021

Hafa heimild til að greiða heimfararstyrki

„Efni fundarins var einfaldlega að gera þessum hópi fólks grein fyrir breytingu á reglugerð um enduraðlögunarstyrk og ferðastyrk til umsækjanda um alþjóðlega vernd,“ segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar.

Hafa heimild til að greiða heimfararstyrki

Flóttafólk á Íslandi | 8. júlí 2021

Útlendingastofnun
Útlendingastofnun mbl.is/Hjörtur

„Efni fundarins var einfaldlega að gera þessum hópi fólks grein fyrir breytingu á reglugerð um enduraðlögunarstyrk og ferðastyrk til umsækjanda um alþjóðlega vernd,“ segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar.

„Efni fundarins var einfaldlega að gera þessum hópi fólks grein fyrir breytingu á reglugerð um enduraðlögunarstyrk og ferðastyrk til umsækjanda um alþjóðlega vernd,“ segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar.

Vísir greindi frá því fyrr í dag að Útlendingastofnun hafi boðaði hælisleitendur, Kúrda, á fund sinn í morgun og boðið þeim fjármagn til að snúa aftur til heimalands síns, Íraks. „Þetta er hópur einstaklinga sem ber að yfirgefa landið og hefur dvalið hérna lengi. Fundurinn snerist um að gera fólkinu grein fyrir nýju reglugerðinni þar sem upphæðir styrkjanna voru hækkaðar. Eina efni fundarins var að gera einstaklingunum grein fyrir þessu,“ segir Þórhildur og bætir við að um sé að ræða töluverðar breytingar en nýja reglugerðin tók gildi 1. júní.

Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar.
Þórhildur Ósk Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar.

„Þessir styrkir eru í boði fyrir þá sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og ber að yfirgefa landið og gera það án fylgdar lögreglu,“ segir Þórhildur og bætir við að þetta varði einstaklinga frá tilteknum ríkjum. Þórhildur nefnir sérstaklega að styrkurinn standi einungis þeim til boða sem hefur verið synjað um alþjóðlega vernd og þurfa að yfirgefa landið, að því gefnu að þeir fari sjálfviljugir.

Niðurstaða málsins breytist ekki

Þórhildur nefnir að ekki sé auðvelt að skylda fólk til að yfirgefa landið ef það fer ekki sjálfviljugt. „Við erum bundin því að stjórnvöld í heimaríkinu veiti samþykki sitt fyrir að einstaklingurinn komi til baka. Erlend ríki eru mjög missamstarfsfús til þess,“ segir Þórhildur og nefnir að Írak sé sérstaklega ósamvinnuþýtt, þess vegna hafi þessi tiltekni hópur dvalið hér lengi.

„Vegna þess hversu lengi þau hafa verið hér þótti mikilvægt að gera þeim grein fyrir þessum breytingum. Það er svo þeirra hvort þau þiggja styrkinn eða ekki, niðurstaðan í málinu breytist allavega ekki,“ segir Þórhildur.

Frá 161 þúsund krónum til 470 þúsund

Í reglugerðinni segir:

„Enduraðlögunarstyrkur er greiddur út að hluta í reiðufé og að hluta í enduraðlögunarverkefni sem umsækjandi getur nýtt til að fjármagna enduraðlögun sína í heimaríki. Styrkur til sérstakra enduraðlögunarverkefna getur nýst t.d. í húsaleigu, nám, atvinnu eða önnur verkefni í samstarfi við IOM eða önnur sambærileg samtök. Kjósi umsækjandi ekki að nýta styrkinn í sérstök enduraðlögunarverkefni getur hann óskað eftir því að fá hann greiddan í reiðufé.“

Upphæðir styrkjanna eru mismunandi eftir hvort um sé að ræða fullorðinn, barn eða fylgdarlaust barn. Styrkirnir hljóða upp á 100 til 200 evrur til ferðastyrkjar og 1.000 til 3.000 evrur í enduraðlögunarstyrk.  Samtals á bilinu 161 þúsund íslenskra króna til 470 þúsund.

Einnig í boði fyrir barnafjölskyldur í sérstökum tilfellum

„Þessar upphæðir eru veittar í sérstökum tilgangi og þessir styrkir standa einstaklingum frá ákveðnum ríkjum til boða,“ segir Þórhildur. Þau ríki eru Afganistan, Íran, Írak, Nígería, Sómalía, Palestína og Pakistan samkvæmt reglugerðinni.

Þá segir einnig að Útlendingastofnun sé heimilt að veita einstaklingum sem falla utan ramma reglugerðarinnar styrk til greiðslu fargjalda til þess ríkis þar sem umsækjanda hafi áður verið veitt alþjóðleg vernd eða hafi löglega heimild til dvalar á öðrum grundvelli. Slíkur styrkur kæmi einkum til skoðunar í tilvikum barnafjölskyldna þar sem allir fjölskyldumeðlimir hafa óskað eftir styrk.

mbl.is